Nýr viðskiptavinur í símaþjónustu

Upplýsingar fyrir nýja við skiptavini varðandi borðsíma, farsíma og heimasími.

Farsími

Hvernig fylgist ég með notkun?

Hægt er að fylgjast með notkun með því að ná í Símaappið eða fara inn á þjónustuvefinn okkar.

Sækja Símaappið

Fara á þjónustuvefinn

Hverjir eru skilmálar ykkar?

Kynntu þér almenna skilmála Símans um fjarskiptaþjónustu

Skilmálar
Þarf ég að endurnýja rafrænu skilríkin mín?

Ef þú skiptir um SIM kort þá falla rafrænu skilríkin úr gildi. Þetta gerist til dæmis ef að viðskiptavinur skiptir um farsímaþjónustufyrirtæki. Einfaldast er að snúa sér til þíns viðskiptabanka til endurnýja rafræna skilríkið. Þegar þú ferð til að virkja rafræna skilríkið, mundu þá að hafa með þér ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini.

Internet

Athugið að þegar Internet stillingar hafa verið uppsettar gæti þurft að stilla vafra símans til að nota þá tengingu (Siminn Internet).

Heiti tengingar
Siminn Internet
Nafn aðgangsstaðar (APN)
internet
Heimasíða (ef stutt af handtæki)
http://m.siminn.is
IP tala vefsels (proxy) (á ekki við um Android, iPhone og Windows)
 
Port númer vefsels (proxy) (á ekki við um Android, iPhone og Windows)
 

Myndskilaboð (MMS)

MMS stillingar eru fyrir myndskilaboð sem hægt er að senda á milli farsíma og yfir í tölvu. Einnig er hægt að senda texta, hljóð og/eða myndskeið. Símtækið þarf að styðja GPRS og MMS.

Sendandi og móttakandi verða að hafa MMS-stillingar í símanum sínum til að móttaka skeytið. Einnig er hægt að senda MMS á netfang.

Stillingar

Ef þú lendir í vandræðum með að senda eða móttaka myndskilaboð er líklegasta skýringin að þig vanti stillingar í símann. Hægt er að sækja með einni aðgerð stillingar fyrir internetnotkun, streymi og myndskilaboða (MMS) í farsíma hér á vefnum.

Sækja stillingar fyrir farsíma

Áframsenda MMS-skeyti úr símanum

Þú getur vistað öll MMS-skeyti sem þú færð send á símanum þínum og svo sent þær myndir sem þú átt á aðra viðtakendur. Ef móttakandi er ekki með síma sem styður MMS-skilaboða þá fær viðkomandi SMS-skeyti sem vísar á slóð á siminn.is þar sem myndin er aðgengileg. Eftir að MMS skeyti er sent er hægt að skoða það einu sinni í 24 klst. svo er því eytt.

Skilatilkynning

Hægt er að virkja Skilatilkynningu í símanum þínum í valmyndinni fyrir skilaboðin og þannig sjá hvort skeytið hafi skilað sér. Í stillingum er valið Myndskilaboð eða Margmiðlunarskilaboð.

MMS til útlanda

Hægt er að senda MMS til útlanda ef móttakandi MMS skilaboða er með íslenskt númer. Ekki er hins vegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer. Hafa skal í huga að önnur verð gilda fyrir notkun á myndskilaboðum erlendis.

Sjá útlandaverð

Upplýsingar um tengingar

Heiti tengingar Siminn MMS
Nafn aðgangsstaðar (APN] mms.siminn.is
Heimasíða

http://mms.simi.is/servlets/mms

IP tala vefsels (proxy) 213.167.138.200
Port númer vefsels (proxy) 8080 (eldri WAP símar noti 9201)


Streymi

Stillingar fyrir streymi eru fyrir margmiðlunarefni (hljóð og mynd) sem streymt er í símann, t.d. YouTube myndbönd eða sjónvarp í símann.

Heiti tengingar Siminn MMS
Nafn aðgangsstaðar (APN)
internet

DNS

DNS nafnaþjónn breytir vefföngum í IP tölur. Í flestum tilfellum er óþarfi að tilgreina nafnaþjóna sérstaklega (settir sjálfvirkt).

Lýsing IP tala
Fyrri nafnaþjónn
212.30.200.199
Síðari nafnaþjónn
212.30.200.200

Pin lás á SIM kort

Leiðbeiningar fyrir Android

 • Opna stillingar/settings og smella á meira/more.

 • Smella á Öryggi/Security.

 • Fletta niður og smella á Setja upp SIM korta lás/"Set up SIM card lock".

 • Haka í Læsa SIM korti/"Lock SIM card" og smella svo á Breyta PIN númeri SIM korts/"Change SIM PIN".Þarna er svo valið 4 stafa PIN númer.

Leiðbeiningar fyrir Apple iOS

 • Smellið á "Settings".

 • Þar er valið "Phone".

 • Síðan velur þú "SIM PIN".

 • Þarna er svo kveikt á "SIM PIN" með því að velja annað hvort "Enable/Disable SIM PIN".

 • Smellið svo á "Change PIN" til þess að velja nýtt "PIN" númer.

Leiðbeiningar fyrir Blackberry

 • Á heimaskjá er smellt á Options.
 • Smellið svo á Device > Advanced System Settings > SIM Card.
 • Smellið á "Blackberry" takkann og svo á > Enable Settings.
 • Þarna sláið þið inn PIN númerið sem þið viljið.
 • Að lokum er smellt á "til baka" takkann.

Leiðbeiningar fyrir Windows

 • Í start smellið þið á síma íkon > More ... > Call settings.

 • Velið SIM security.

 • Þarna eruð þið svo beðin um að velja PIN númer fyrir kortið.

 • Þarna sláið þið inn PIN númerið sem þið viljið.

Uppsetning á tölvupósti

Hér er að finna uppsetningu á tölvupósti í farsíma og iPad.

Algeng vandamál við sendingu eða móttöku SMS skilaboða

Algengustu ástæður fyrir vandamálum við sendingu eða móttöku SMS skilaboða

 • Innhólfið (Inbox) eða úthólfið (Outbox) eru fullt
 • Sendandinn nær ekki að senda skeytið og gæti því prófað að senda á annað númer, t.d. á sjálfan sig.
 • Sendandinn gæti verið með rangt númer á SMS-miðstöð. Farðu í Service centre number inni í skilaboðastillingunum Message settings. Númer miðstöðvar á að vera +3548900100 og SMS gerð þarf að vera stillt á: texti message sent as text. Athugið að sumir símar bjóða upp á að senda svarskeyti gegnum sömu SMS-miðstöð og móttekin skeyti komu frá. Mikilvægt er að nota ekki þann valmöguleika heldur skal farsíminn alltaf nota sína eigin SMS-miðstöð fyrir öll SMS skeyti sem eru send.
 • Ef íslenskir stafir í skeyti eru brenglaðir er það sök sendandans á skeytinu. Þetta er algengt ef sendandinn er með Android síma. Þá verður sendandinn að fara í SMS stillingar og breyta innsláttaraðferð úr „GSM stafróf“ yfir í „Sjálfvirkt“.

Sími

Get ég verið með íslenskan heimasíma í útlöndum?

Já, með Netsímanum færðu íslenskt símanúmer og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr. Vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal. Netsíminn virkar bæði fyrir heimasíma og farsíma.

Nánar um Netsímann

Hvar get ég sett á hringiflutning og hvað kostar það?

Kostnaður

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Sjá nánar í verðskrá hérna.

Að setja á hringiflutning

Á þjónustuvefnum getur þú valið um eftirfarandi símtalsflutninga:

 • Flutningur strax
 • Flutningur ekki svarað
 • Flutningur ef á tali

Fara á þjónustuvefinn

Jafnframt má stilla á flutning í talhólf með eftirfarandi:

Flutningur  Virkur Óvirkur 
 Ekki svarað  *61*8800100#  #61#
 Utan þjónustusvæðis/slökkt  *62*8800100#  #62#
 Á tali  *67*8800100#  #67#
 Alltaf  *21*8800100#  #21#
 Tímastilltur flutningur  *61*8800100*tími#  #61#


Hvert get ég leitað vegna símaónæðis?

Síminn beinir öllum ábendingum er varða símaónæði til lögreglunnar á viðkomandi svæði.

Færðu ekki són í símann? eða eru skruðningar á línunni?

Ef þú færð ekki són

Ef þú færð ekki són er ráðlegt að byrja á því að athuga eftirfarandi:

 • Er símasnúran örugglega í sambandi við veggtengilinn og símtækið?
 • Virka önnur símtæki á heimilinu ef þau eru fyrir hendi?
 • Hefur síminn virkað á þessum stað áður?

Oft og tíðum eru símtæki mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka.  Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við. 

Ef þú ert með skruðninga á línunni.

Byrjaðu á því að athuga hvort símtækið er bilað. Ef þú ert með fleiri en eitt símtæki skaltu kanna hvort skruðningur sé í öllum tækjum. Ef svo er skaltu prófa að taka eitt símtæki úr sambandi og athuga hvort skruðningurinn hverfi. Kannaðu þannig öll símtækin svo hægt sé að útiloka að bilunin stafi frá þeim. 

Símtæki geta verið mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka eða skruðningar heyrast á línunni. Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við. 

Hvar get ég skoðað notkun og breytt um áskrift?

Á þjónustuvefnum getur þú skoðað notkun og breytt áskrift. Allir viðskiptavinir hafa aðgang.

Skoða notkun

 

Get ég sett símanúmerið mitt í geymslu?

Já, þú getur sett númerið í langtíma- eða skammtímageymslu.

Í langtímageymslu getur þú geymt númerið þitt í allt að 24 mánuði. Greiða þarf einungis geymslugjald í eitt skipti og svo endurtengingargjald. Í skammtímageymslu er greitt mánaðargjald í heimasíma fyrir hvern mánuð þar sem númer er ekki aftengt í stöð. 

Sjá nánar verðskrá

Get ég stillt símann þannig hann hringi strax í ákveðið númer?

Já, hægt er að sækja um Beina línu. Þá hringir síminn sjálfkrafa í fyrirfram ákveðið númer þegar símtólið er tekið upp. Mikið öryggi getur falist í þessu, t.d. fyrir þá eiga erfitt með að hringja. Hringdu í okkur í 800 7000 ef þú óskar eftir þessari þjónustu. Bein lína er ekki í boði fyrir síma í beini (voip).

Lýsinga Útskýring
Bein lína strax
Síminn hringir í fyrirfram ákveðið númer um leið og símtólið er tekið upp. 
Bein lína eftir 6 sekúndur
Síminn hringir í fyrirfram ákveðið númer 6 sekúndum eftir að símtólið er tekið upp. Hægt er að hringja í hvaða númer sem er innan þess tíma.

Hvar breyti ég skráningu í símaskrá?

Breyting á skráningu í símaskrá er gerð af þínum þjónustuaðila með heimasíma eða farsíma.

Ef þú vilt skrá þig í símaskrá, breyta upplýsingum um þig (eins og að setja þig bannmerkingu við símtölum frá söluaðilum, breyta heimilisfangi og slíkt) eða eyða upplýsingum um þig úr símaskrám hafðu endilega samband við okkur í síma 8007000 eða komdu á netspjallið.

 

Hvernig set ég á númeraleynd og læsi símtölum?

Númeraleynd

Númeraleynd er sett á þjónustuvefnum. 

Fara á þjónustuvefinn

Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í: #31# og símanúmerið. 

Ef þú ert með leyninúmer, þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá, né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer. Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í.

Læsa símtölum

Á þjónustuvefnum getur þú læst fyrir símtöl í símakosningar, 900 númer, farsíma og upplýsingaveitur eins og 1818 og 1819. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Fara á þjónustuvefinn

Hvernig tengi ég heimasíma (VoIP) við beini?
Þjónustuvefurinn er alltaf opinn

Þjónustuvefurinn

Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum. Þar er hægt að breyta, skoða og nýskrá þjónustu.

Sjáðu hversu þægilegt þetta er