Samfélagsábyrgð

Áherslur Símans í samfélagsábyrgð eru nátengdar gildum Símans og stefnu félagsins í heild. Þær ganga út á að tengja kjarnann í starfsemi okkar við ábyrgð gagnvart fólki og umhverfi. Með áherslunum einsetjum við okkur að hafa ábyrga starfshætti og langtímahugsun að leiðarljósi í okkar störfum. Þetta skapar virði fyrir fyrirtækið sjálft, samfélagið og umhverfið.

Jákvæð áhrif á samfélagið

Fjölbreytt tækifæri

Samfélagslegt hlutverk Símans er að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki í gegnum fjarskipti og upplýsingatækni. Með því móti tekur Síminn virkan þátt í að efla atvinnulíf og byggð í landinu.

Fjölþætt ábyrgð

Síminn leggur áherslu á arðbæran rekstur og að umgangast umhverfið og samfélagið af virðingu. Þessi áhersla felur í sér lagalega, efnahagslega og siðferðislega ábyrgð.

Þátttakandi í samfélaginu

Síminn tekur þátt í samfélagsverkefnum með það að markmiði að auðga lífið. Þar er haft að leiðarljósi að styðja við samfélagsverkefni með þeirri þekkingu og hæfni sem er til staðar innan Símans.

Styrkir

Styrkveitingar Símans

Síminn tekur virkan þátt í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Hluti af þeirri samfélagsþátttöku felst í framlögum til margvíslegra málefna.

Sjá nánar