Netáskriftir

WiFi Magnari
Á öllum stærri heimilum er mælt með WiFi Magnara til að tryggja að gott og stöðugt netsamband berist sem víðast um heimilið. Oft geta fleiri hæðir og burðarveggir komið í veg fyrir að netsamband náist um allt.
Einn WiFi Magnari fylgir með öllum netáskriftum og Heimilis, Þægilega og Einfalda pakkanum.
Tryggðu þér eintak inn á heimilið.


Aukið öryggi á heimilinu
Netvarinn er öflugt tæki fyrir heimilið til að útiloka óæskilegt efni á netinu og ágætis viðbót við hefðbundnar vírusvarnir. Netvarinn kostar ekkert aukalega og býðst öllum viðskiptavinum okkar með netáskrift. Þú sækir Netvarann á þjónustuvefnum.


Betra net í bústaðinn
Í vefverslun okkar getur þú keypt m.a. 4G Mifi fyrir ferðalögin, 5G loftnet, netbeini og annan búnað til að setja upp þráðlaust net í bústaðnum.
Með því að tengja aukamyndlykil á þráðlausa netið getur þú horft á allt uppáhalds efnið þitt úr Sjónvarpi Símans.

Hvaða pakki hentar þér?
Við bjóðum upp á heilan heim af afþreyingu og fjarskiptum fyrir öll heimili, allt á einum stað.