3D Secure er staðfestingaraðferð frá VISA og MasterCard til að auka öryggi í netviðskiptum fyrir söluaðila og korthafa. Með því að taka upp 3D Secure geta söluaðilar dregið verulega úr áhættu á því að stolin kort séu notuð hjá þeim í netviðskiptum því korthafi þarf að staðfesta kaup með lykilorði sem berst í símanúmer sem er skráð bakvið kortið. 3DS 2.0 er nýjasta útgáfan af staðfestingaraðferðinni og er um leið skilvirkari og öruggari leið til þess að auðkenna þínar greiðslur.
Af hverju þessi staðfestingaraðferð?
Auðkenningaraðferðin veitir aukið öryggi í netgreiðslum sem gerir svikahröppum erfiðara fyrir að nálgast þínar greiðsluupplýsingar.
Er 3DS virkt á kortinu mínu?
Já, kortið þitt hefur verið skráð í staðfestingaraðferð Mastercard og veldur því að í hvert skipti sem þú sérð öryggismerki Mastercard (Mastercard SecureCode) við greiðslu á netinu þá er þitt kortanúmer sjálfkrafa auðkennt. Við greiðslu þá er haft samband við útgefandann til þess að staðfesta þitt auðkenni til sönnunar þess að þú sért raunverulegur eigandi kortsins.
Hvernig virkar auðkenningarferlið?
Þú munt fá 6 stafa kóða einskiptis auðkenningarkóða (OTP) fyrir hverja netgreiðslu hjá hverjum og einum söluaðila. Einskiptis auðkenningarkóðinn (OTP) er sendur í SMS-I eða með tölvupósti í farsíma eða á netfang sem þú hefur skráð hjá þínum kortaútgefanda. Þú einfaldlega skráir inn einskiptis auðkenningarkóðann (OTP) á auðkenningarsíðunni sem birtist og ýtir síðan á staðfestingar takkann. Eftir það er einskiptis auðkenningarkóðinn staðfestur af korta útgefanda og færslan verður annað hvort samþykkt eða hafnað.
Hvernig veit ég hvort að farsímanúmerið eða netfangið sé rétt?
Hvort sem um er að ræða farsímanúmer eða netfang þá verður það að hluta til afmáð en verður sýnt á auðkenningarsíðunni og þú getur séð hvort allar upplýsingar eru réttar. Ef að farsímanúmerið eða netfang er rangt þá hafnar þú færslunni eða uppfærir persónuupplýsingar á síðunni eða hefur samband í Þjónustuver í síma 5506000.
Hvað ef ég tel að um svik sé að ræða?
Ef þú telur að það séu svikafærslur á þínu korti eða tilraunir til slíkra færslna þá þarftu að hafa beint samband við þjónustuver í síma 5506000.