Með því að virkja Ferðapakkann getur þú lækkað kostnaðinn erlendis
Hér getur þú flett upp hvað það kostar að hringja til einstakra landa eða nota símann þinn í útlöndum.
Við mælum með mínútupökkum ef þú hringir reglulega til útlanda.
2.000 mínútur og SMS til að hringja í erlend símanúmer frá Íslandi.
500 mínútur og SMS til að hringja í erlend símanúmer frá Íslandi.
Ef hringt er úr íslenskum síma í erlent númer þá gildir verðskrá viðkomandi lands.
Bretland er ekki í EU/EES og því ekki hluti af Reiki í Evrópu. Þau lönd sem tilheyra Bretlandi eru England, Norður-Írland, Skotland og Wales. Ferðapakkinn er frábær leið til að lækka símakostnað á ferðalögum til Bretlands hvort sem þú ert í áskrift eða Frelsi. Þú getur kynnt þér Ferðapakkann hér.
Reiki í Evrópu á einungis við um símnotkun sem á sér stað á meðan viðskiptavinir eru staddir erlendis innan EES. Við mælum með mínútupökkum ef þú hringir reglulega til útlanda.
Fjarskiptafyrirtækin í Bandaríkjunum eru langt komin með að slökkva á 2G og 3G farsímanetum sínum og vegna þessa gætu viðskiptavinir Símans sem staddir eru í Bandaríkjunum upplifað einhverjar truflanir á símtölum yfir farsímanet. Símtöl yfir öpp eins og Messenger, Facetime, WhatsApp, Teams ofl. verða ekki fyrir áhrifum og eiga að virka eðlilega.
Til að koma í veg fyrir truflanir þarf að notast við VoLTE tækni en þá fer símtalið yfir 4G/LTE kerfi viðkomandi fjarskiptafélags. Ef síminn þinn styður VoLTE mælum við með að tengjast farsímaneti AT&T.
Ef síminn þinn styður ekki VoLTE mælum við með að tengjast neti T-Mobile. Ef þú ert með Frelsis áskrift hjá Símanum mælum við einnig með að velja farsímanet T-Mobile.
Flestir símar framleiddir 2018 og síðar styðja VoLTE. Ef þú ert ekki viss má leita upplýsinga á heimasíðu framleiðanda eða fá aðstoð hjá þjónustuveri Símans.
Viðskiptavinir í farsímaþjónustu hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í þeirra áskriftarleið að hluta eða að öllu leyti innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þessar reglur eru kallaðar "Fair use policy".
Þú getur séð hve mikið gagnamagn þú getur notað í Reiki í Evrópu í Símaappinu, á þjónustuvef og í viðeigandi verðskrá:
Sjá nánar um Frelsi í útlöndum
Hægt er að nota Krakkakort og Frelsi erlendis. Það er gert með því að fara inn á Þjónustuvef og skrá Krakkakortið í áskriftarleiðina „Frelsi í útlöndum“. Það sem gerist þá er að erlenda notkunin er gjaldfærð á foreldrið sem er skráð fyrir aðalnúmerinu. Eftir að hafa skráð Krakkakortið í Frelsi í útlöndum er hægt að skrá símanúmer Krakkakortsins í Ferðapakkann.
Ef hringt er úr einum íslenskum farsíma í annan í útlöndum greiða þau sem hringja fyrir símtal innanlands, líkt og ef viðkomandi sem hringt er í séu stödd á Íslandi.
Þau sem hringt er í og eru stödd erlendis greiða fyrir móttekið símtal samkvæmt verðskrá viðkomandi lands. Hægt er að fletta upp verðskrá hvers lands hér.
Nei það er sjálfvirkt virkt.
Líkt og innanlands þá eru endalausar mínútur og SMS innifalin í Þrennu þegar þú ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan EES landa. Í Þrennu getur þú notað allt gagnamagnið í mánaðarlegu áfyllingunni þinni innan EES landa en ekki safnamagn. Þú sérð í Símaappinu og á þjónustuvef hversu mikið gagnamagn þú getur notað í Reiki í Evrópu og einnig í verðskrá Þrennu.
Ef hringt er frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr. og þarf að eiga inneign fyrir því. Hægt að kaupa auka gagnamagn eða inneign sem gildir í EES hér eða í símaappinu.
Líkt og innanlands þá eru endalausar mínútur og SMS innifalin í farsímaáskriftinni þegar þú ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan EES landa. Þú getur séð hve mikið gagnamagn þú getur notað í Reiki í Evrópu í Símaappinu, á þjónustuvef og í verðskrá:
Ef innifalið gagnamagn í EES klárast greiðir þú 0,28 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1 GB kostar 287 kr. Ef þú hringir frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr.
Frelsi virkar innan landa EES alveg eins og heima á Íslandi. Ef þú ert í fyrirframgreiddri áskrift með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá Frelsis.
Ef hringt er frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr. og þarf að eiga inneign fyrir því.
Með Krakkakortum fylgir 1GB til notkunar innan EES, en annars er hægt að kaupa auka gagnamagn hér eða í Símaappinu.
Öll lönd sem eru hluti af EU/EES eru hluti af Reiki í Evrópu.
Hægt er að sjá hversu mikið GB er innifalið í þinni áskrift í verðskrá fyrir farsíma- og netáskriftir.
Margir snjallsímar eru stilltir þannig að þeir sækja reglulega tölvupóst og GPS staðsetningu yfir Internetið. Í reiki getur verið gott að breyta þessum stillingum til að forðast óþarfa kostnað.
Símar sem hafa innbyggt GPS notast yfirleitt við stutt GPS (e. aGPS eða AGPS) sem þýðir að ef GPS er notað, fer síminn á Internetið (2G/3G) til að finna hvar hann er og fá nákvæmari staðsetningu. AGPS hraðar til muna ferlinu sem tekur að fá staðsetningu en getur líka verið mjög kostnaðarsamt í reiki.
Hægt er að slökkva á þessari virkni (AGPS) og nota eingöngu hrátt GPS, sem talar beint við GPS tunglin. Sé það ekki gert, notar GPS virknin Inter nettenginguna með tilheyrandi gagnamagni og kostnaðarálagi.
Við mælum með að slökkt sé á hringiflutningi í talhólf eða önnur númer.
Vegna kostnaðar sem getur hlotist vegna netnotkunar erlendis setur Síminn hámark á slíka notkun, sem við köllum reikiþak. Þakið er þrepaskipt og þú ættir að fá SMS þegar 80% af því er náð, nema þú hafir afþakkað tilkynningar.
Hafðu í huga að upplýsingaru m gagnanotkun erlendis geta verið allt að klukkutíma gamlar þegar þær berast og því getur reikningur mögulega verið hærri en þakið ef mikil notkun á sér stað á skömmum tíma.
Lokað verður fyrir gagnanotkun þegar eftirfarandi þrepum er náð:
Þú getur hækkað þakið upp í næsta þrep með því að hafa samband við þjónustuver Símans eða senda SMS í númerið 1900 með textanum "REIKI". Ekki er hægt að opna fyrir ótakmarkaða reikinotkun, en þú getur hækkað hámarkið fyrir fyrsta þrepið með því að hafa samband við þjónustuver Símans eða í verslunum okkar.
Gagnanotkun erlendis er almennt ekki innifalin í farsímaáskriftum heldur er greitt sérstaklega fyrir hana. Reiki í Evrópu lönd eru þó undanskilin og borgar sig að skoða verðskrár fyrir útlönd þar sem það gæti verði hagstæðara að kaupa Ferðapakkann.
Ef ferðast er með ferju/skemmtiferðaskipi er yfirleitt um tvo kosti að ræða ef viðskiptavinir vilja nýta sér símaþjónustu um borð:
Við mælum með að viðskiptavinir kynni sér verðskrá hvers skips fyrir notkun WiFi um borð. Síminn sendir viðskiptavinum SMS skeyti með upplýsingum um hvað kostar að nota símann ef kveikt er á reiki. Við mælum alltaf með að viðskiptavinir hafi slökkt á reiki þar sem mjög dýrt er að nota símann í reiki úti á hafi.
Já! Gott sparnaðarráð er að aftengja talhólfið áður en þú ferð til útlanda, því þegar þú ert erlendis greiðir þú fyrir símtöl sem enda í talhólfinu þínu eins og um móttekin símtöl sé að ræða.
Sjá hér leiðbeiningar til að tengja og aftengja talhólfið þitt.
Þegar MMS skilaboð eða myndir eru sendar á samfélagsmiðla erlendis þá er um gagnanotkun að ræða og slíkt getur verið kostnaðarsamt ef skeytin eru stór. Hægt er að senda MMS skilaboð til útlanda ef móttakandinn er með íslenskt númer. Ekki er hinsvegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer.
Þú notar innifaldar mínútur og SMS þegar þú ert í Reiki í Evrópu löndum og þegar þú hringir í númer innan þeirra landa. Ef þú hringir frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr.
Í Símaappinu getur þú græjað flest allt sem snýr að þínum viðskiptum við Símann. Skoðað notkun, breytt þjónustu, skoðað og greitt reikninga og séð öll girnilegu Síminn Meira tilboðin. Einnig getur þú bætt við gagnamagni fyrir Þrennu, Gagnakort og Krakkakort.