Þú getur breytt öryggislyklinum til að auka öryggi. Nota má WEP (beinir er forstilltur á það) WPA eða WPA2 (aðeins tölvur og netkort sem komu út eftir árið 2006 styðja WPA2).
Þráðlaust samband er háð því að lítil eða engin truflun sé á þeirri tíðni sem sambandið vinnur á. Staðsetning beinis og tölvu getur átt hlut í sambandsleysinu. Þráðlaust net er hannað fyrir beina sjónlínu og það er erfitt að ná sambandi á milli hæða eða þegar eitthvað er fyrir, t.d. veggur, sófi eða aðrir hlutir sem geta deyft merkið.
Önnur dæmi um það sem geta truflað sambandið:
Oft á tíðum geta komið upp vandamál þegar mörg tæki eru að senda frá sér þráðlaust net á sömu tíðninni. Beinar (e. routerar) frá Símanum eru hannaðir til að fylgjast með því á hvaða tíðni er best að vera miðað við önnur tæki en gott er að prófa að breyta um tíðni handvirkt til að bæta netsambandið.
Hægt er að sjá leiðbeiningar hvernig er breytt handvirkt um tíðni í undir „Hvernig skipti ég um rás á þráðlausu neti?“
Fyrir framstilling beinis er SSID (Service Set identifier) og aðgangsorð Encryption key. SSID og Encryption Key verður að breyta inn á beininum.
Til að geta tengst þráðlausu neti þarftu þráðlaust netkort og beini sem styður þráðlaust samband.
Allir þráðlausir beinar senda frá sér svokallað SSID sem er einkennismerki þess beinis sem við á. Hægt er að sjá hvaða einkennismerki þinn beinir hefur með því að skoða undir hann. Beinar frá Símanum eru læstir með svokölluðum WEP-öryggislykli. Hægt er að finna hann undir beininum við reit sem heitir WEP (hex). WEP-lykill er í flestum tilfellum 10 stafir og inniheldur ávallt tölustafi frá 0 til 9 og bókstafi frá A til F.
Það eru nokkrar einfaldar leiðir til að bæta netsambandið heima.
Staðsetning beinis
Best er að staðsetja beini miðsvæðis til að fá sem sterkasta merkið um húsið en í mörgum tilfellum getur verið betra að setja einnig upp auka þráðlausa senda eða endurvarpa um húsið til að bæta dreifingu á þráðlausa netinu um heimilið.
Þráðlaust net er hannað fyrir beina sjónlínu og það er erfitt að ná sambandi á milli hæða eða þegar eitthvað er fyrir, t.d. veggur, sófi eða aðrir hlutir sem geta deyft merkið. Einnig getur staðsetning beinis og tölvu átt hlut í sambandsleysinu.
Dæmi um það sem getur truflað sambandið
Staðsetning endurvarpa
Endurvarpi þarf alltaf að vera staðsettur þannig að hann nái fullu þráðlausu merki frá beini eða vera snúrutengdur. Í íbúðum sem hafa fleiri en eina hæð er nánast alltaf þörf á endurvarpa. Þegar þrír endurvarpar eru notaðir getur verið betra að slökkva á þráðlausu neti beinisins og snúrutengja einn endurvarpann.
Internetviðskiptavinir njóta sérkjara á endurvörpum. Kynntu þér búnaðinn í vefverslun okkar.
Kíktu á myndband með leiðbeiningum hvernig þú breytir nafni á þráðlausu neti. Myndband
Áður en farið er af stað að breyta um tíðni mælum við með að finna út hver er besta tíðnin til að stilla beininn (e. router) þinn á. Það er hægt með ýmsum leiðum en við mælum helst með því að ná í app fyrir Android sem heitir Wifi Analyzer. Því miður er ekki til neitt app fyrir iOS tæki til að kanna stöðu á tíðnum.
Þegar búið er að ná í appið opnarðu það og ferð yfir á þennan skjá (sjá mynd að neðan). Þessi skjár sýnir allar tíðnir sem eru í boði og hvaða tíðni mælt er með að stilla búnað á. Við mælum þó ekki með að notast við tíðnir yfir 10 þar sem tæki geta lent í vandræðum með að tengjast á þær. Þegar þú hefur valið hvaða tíðni virkar best ferðu inn á beininn þinn og breytir um tíðni. Hér má finna leiðbeiningar hvernig þú stillir tíðnina.
Í vefverslun okkar má finna úrval af netbúnaði sem kemur í stað þess að vera með netsnúru milli beinis (e. router) og myndlykils.
1. Í reitnum SSID name er hægt að velja hvert nafnið á þráðlausa netinu skal vera.
2. Í reitnum Wireless Password er hægt að breyta lykilorði fyrir þráðlaust net.
Athugið, þegar þessum stillingum er breytt, þarf að tengjast þráðlaus tæki upp á nýtt við nýtt nafn og með nýju lykilorði.
Til að auka öryggi þráðlausa netsins er mögulegt að slökkva á auðkenni þráðlausa netsins. Þetta er gert með eftirfarandi aðgerðum í þessari röð:
Þegar tengja á þráðlausa netið aftur eftir þessa aðgerð þarf að tengja það handvirkt með því að smella á Setup á Wireless Network og setja þar handvirkt inn SSID og aðgangsorðið að tengingunni.
Við mælum með því að viðskiptavinir uppfæri öll stýrikerfi og búnað reglulega til að viðhalda öryggi. Einnig þarf að fylgjast vel með uppfærslum frá framleiðandi á búnaði sem magna upp samband á þráðlausum tengingum. Síminn hvetur einnig viðskiptavini til að fylgjast vel með tilkynningum og nota rafræn skilríki og tveggja þátta auðkenningu þar sem hægt er – Og forðast opnar WIFI tengingar fyrir viðkvæman aðgang og mikilvæg gögn. Það hafa komið upp veikleikar á staðli WPA2 en það á ekki við um meginþorra beina hjá Símanum.
Þegar wifi á beininum er stillt í auto þá finnur hann sjálfkrafa bestu þráðlausa rásina. Oftast þarf ekki að leita handvirkt að rásum.
1. Ýtir á tannhjólið við Wireless
2. Velur Show advanced í efra hægra horninu
3. Ýtir á Auto við Channel og þá færðu lista af lausum tíðnum
4. Getur notað innbyggða Wifi analyzer vinstra megin til að sjá tíðnisvið
Slökkva/kveikja á WiFi
1. Ýtir á tannhjólið við Wireless
2. Velur Viðeigandi þráðlaust net 2,4GHZ eða 5GHZ (superwifi)
3. Ýtir á ON / OFF í Enabled til þess að slökkva og kveikja á þráðlausanetinu.