Tilbaka
Tilbaka

Betra WiFi

Betra WiFi

Við tókum saman nokkur ráð til að hjálpa þér að fá sem mest út úr WiFi sambandinu og bæta þráðlausa netið á heimilinu!

Betra samband með WiFi Magnara

Ef þú býrð í húsi eða stórri íbúð getur verið að WiFi merkið frá netbeininum sé ekki nógu öflugt til að ná inn í öll herbergi eða á milli hæða. Í slíkum tilfellum er WiFi Magnari frábær lausn til að dreifa netsambandinu um allt heimilið. WiFi Magnari fylgir endurgjaldslaust með öllum Heimilispökkum og nettengingum hjá okkur.

Staðsetning netbeinis skiptir máli

Besta staðsetning fyrir netbeininn er í opnu rými á miðju heimilinu. Ekki fela netbeininn inni í skáp og hafðu hann að minnsta kosti meter frá gólfinu. Einnig er gott að passa að hafa hann ekki nálægt öðrum raftækjum til að hámarka WiFi drægnina.

Ef símainntak eða ljósleiðarabox er á erfiðum stað (t.d. í bílskúr eða kjallara) mælum við með að nota lengri netsnúru til að tengja netbeininn á betri stað. Einnig er hægt að fá rafvirkja til draga netsnúru frá inntakinu í tengil á heppilegri stað eða jafnvel færa inntakið alfarið. Hafðu samband við þjónustuverið okkar ef þú vilt bóka tæknimann, en þú getur einnig fundið sjálfstæðan verktaka á heimasíðu Samtaka Rafverktaka.

Hvernig er best að snúa netbeininum?

Loftnetin innan í netbeininum beinast út um framhliðina á honum þar sem LED ljósin eru. Ef framhliðin snýr að vegg eða niður í gólf mun netbeinirinn eiga mun erfiðara með að senda út stöðugt WiFi merki.

Bein sjónlína, betra samband

WiFi gæði eru háð hvað er í vegi milli netbeinis og tækjanna sem tengjast honum. WiFi ferðast með útvarpsbylgjum í beinni línu frá netbeininum í tækið þitt, þannig að hlutir sem standa þar á milli geta deyft WiFi merkið töluvert.

Hér eru nokkrir algengir sökudólgar sem við mælum með að staðsetja netbúnaðinn þinn fjarri:

Netsnúran er alltaf áreiðanlegust

Þó WiFi sé frábær lausn þá er alltaf betri kostur að tengja tölvur, snjallsjónvörp og önnur tæki sem eru alltaf á sínum stað með netsnúru. Helstu kostir þess að vera snúrutengdur eru:

Netsnúrur fást í flestum raftækjaverslunum og styttri snúrur fylgja með netbeinum og mögnurum frá okkur. Þegar skipt er um netbeini eða magnara skal alltaf skipta um snúruna í leiðinni þar sem eldri snúrur geta haft áhrif á gæði internetsins. Við mælum með að hafa samband við rafvirkja ef fara á í framkvæmdir á lögnum. Hafðu samband við þjónustuverið okkar ef þú vilt bóka tæknimann, en þú getur einnig fundið sjálfstæðan verktaka á heimasíðu Samtaka Rafverktaka.

Forðumst truflanavalda

Það eru mörg rafmagnstæki sem geta truflað þráðlausa netið þitt, svo sem örbylgjuofnar, viðvörunarkerfi, öryggismyndavélar, ofnar, dyrabjöllur, snjalllýsing og svo framvegis. Við þessu er engin kraftaverkalausn og best er að taka þetta með í reikninginn þegar þú setur búnaðinn upp. Haltu tækinu þínu frá öðrum raftækjum sem trufla WiFi og hafðu það eins nálægt netbeinininum eða magnaranum og þú getur. Netbeinarnir okkar reyna að forðast truflanatíðnir sjálfkrafa.

Eldri tæki geta hægt á WiFi

Ef þú ert með eldri tölvu, spjaldtölvu eða farsíma gætu þau myndað umferðarteppu sem hægir á öðrum tækjum þegar þau eru tengd á sama WiFi, jafnvel þau nýjustu!

Eldri tæki eru minnst truflanavaldandi snúrutengd.

Ekki ofhlaða þráðlausa netið

Gæði WiFi merkisins þíns fara líka eftir því hvernig þú notar það. Að hlaða niður mjög stórum skrám eða nota fjölda tækja á sama tíma mun hafa áhrif á gæði þráðlausa netsins.

Notaðu fleiri tæki til samanburðar

Ef nettengingin þín er mjög hæg, þá getur verið gott ráð að taka hraðapróf á vefnum og bera saman við hraðapróf í öðru tæki. Ef það er teljanlegur munur á hraða tækjanna, er tækið þitt líklega í vandræðum og mögulega ekki að skila því sem ætlast er af því. Endurræstu tækið þitt eða notaðu annað tæki til að vafra um vefinn á WiFi.

Endurræstu netbeininn þinn

Ef tengingin þín er mjög hæg eða óstöðug er gott að endurræsa netbeininn á eftirfarandi hátt:

Er vandamálið enn til staðar?

Ef þú átt í vanda með netið sem lagast ekki við endurræsingu getur þú alltaf haft samband við þjónustuverið okkar!