Fjarskiptaþjónusta snertir nær alla atvinnustarfsemi nútímans og tryggir að margvísleg og flókin kerfi og tæki geti talað saman. Hlutverk Símans er að verja tengingar viðskiptavina sinna fyrir hinum ýmsu ógnum svo að þær hafi ekki áhrif á daglegan rekstur fyrirtækja og stofnana. Netárásir eru algengari en nokkru sinni fyrr og geta valdið fjárhagslegum skaða og lamað starfsemi fyrirtækja.
Kynntu þér DDoS-vörn Símans sem tryggir rauntímavöktun og viðbragð sem tryggir virkni og öryggi þinna nettenginga og kerfa verði fyrirtækið fyrir DDoS-árás.