5G færir okkur enn meiri hraða, styður enn fleiri tæki í einu og minnkar svartíma sem mun umbylta notkunarmöguleikum.
Við höfum sett upp fyrsta flokks 5G kerfi með búnaði frá Ericsson sem er leiðandi framleiðandi 5G á heimsvísu.
5G færir okkur enn meiri hraða, styður enn fleiri tæki í einu og minnkar svartíma sem mun umbylta notkunarmöguleikum.
Við höfum sett upp fyrsta flokks 5G kerfi með búnaði frá Ericsson sem er leiðandi framleiðandi 5G á heimsvísu.
5G flæðir hraðar til og frá tækjum. Með 5G tengingu upplifir þú allt að 10x meiri hraða sem er mikilvægur hlekkur í aukinni sjálfvirknivæðingu, umferðaröryggi, afþreyingu, snjallvæðingu borga og fjölbreyttum iðnaði.
Sérfræðingar okkar hafa byggt upp landsdekkandi farsímakerfi sem er með þeim hröðustu og bestu í heiminum. Reynsla þeirra ásamt traustu samstarfi við Ericsson nýtist vel við uppbyggingu á 5G um allt land.
Við erum á fleygiferð í uppbyggingu á 5G um allt land, en 150 5G sendar eru nú þegar tengdir á flestum þéttbýlissvæðum. Flest nýleg símtæki virka yfir 5G kerfi Símans og skiptir engu hvort það séu iPhone símar eða Android tæki frá Samsung, Nothing, OnePlus, Nokia eða Google, en við erum einnig í samskiptum við framleiðendur fleiri snjalltækja um opna á 5G kerfið okkar. Ekki þarf að skipta um SIM kort til að fá 5G og þau sem nota eSIM geta líka fengið 5G.
Við innleiðingu nýrrar tækni þarf oft að kveðja þá eldri. Því stefnum við að lokun 2G og 3G kerfa á Íslandi á næstu misserum en áætlað er að þau kveðji með öllu í lok árs 2025. Með því getum við bætt þjónustu á 4G og 5G með skilvirkari notkun innviða.