Núverandi ljósleiðaratengingar frá Símanum bjóða upp á 1 Gbit/s en tíföldun uppfærir hraða nettengingar í 10 Gbit/s. Einnig munum við bjóða upp á 2.5 Gbit/s og 5 Gbit/s ásamt því að bjóða áfram upp á 1 Gbit/s enda misjafnt hvað hentar hverju heimili ásamt því að endabúnaður skiptir einnig máli.
Einhver, en ekki öll. Með uppfærslum á tækjum heimilisins á næstu árum munu þau gera þó flest. Flest nýleg snjalltæki og tölvur í dag styðja Wifi 6 og Wifi 6E sem þýðir þó að þau geta náð hærri en 1 Gbit/s hraða en önnur eldri tæki ná ekki slíkum hraða. Með tilkomu WiFi 7 sem er handan við hornið munu þau tæki öll styðja langtum meiri hraða og því er t.d. 10 Gbit/s tenging frábær til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. Borðtölvur geta þó í einhverjum tilvikum stutt 10 Gbit/s en einnig má uppfæra netkort í þeim til að styðja 10 Gbit/s.
Fyrstu viðskiptavinir á höfuðborgasvæðinu gátu tengst 10 Gbit/s 1. október. Á sama tíma varð í boði fyrir öll heimili að tengjast 2,5 Gbit/s tengingu.
Því miður liggja engar tímasetningar fyrir á landsbyggðinni.
Þegar að símstöðvar hafa verið uppfærðar í þínu hverfi þarf einnig að senda tæknimann heim sem uppfærir ljósleiðarabox heimilsins í nýrri útgáfu, uppfæra þarf netlagnir til að styðja við aukinn hraða ásamt því að skipta þarf um netbeini (e. router). Tæknimenn ganga frá öllu, gera hraðapróf og tryggja að uppfærslan gangi snuðrulaust fyrir sig.
Tækniþróunin er á fleygiferð og fjöldi nettengdra tækja á heimilum eykst stöðugt. Því er allur þessi aukni hraði ekkert nema uppfærsla til framtíðar og þannig erum við hjá Símanum tilbúin þegar að þörfin kemur. Öll viljum við að netið virki hnökralaust og sé alltaf til staðar og allur þessi aukni hraði mun aðeins hjálpa þar til enda um nýjustu kynslóð ljósleiðarakerfa að ræða.
100 Mbit og 1 Gbit/s tengingar munu á næstunni uppfylla allar þarfir venjulegra heimila en fyrir ákveðna notendur sem t.d. vinna mikið með stórar skrár yfir netið, rafíþróttafólk og aðra getur aukinn bandbreidd skipt sköpum og þar er aukinn hraði vel þeginn.