Ferðapakkinn er frábær leið til að lækka símakostnað á ferðalögum til einstakra landa í Asíu, Ástralíu, N-Ameríku, S- Ameríku, Afríku og í Evrópulöndum utan EES. Sjá lista yfir innifalin lönd hér að neðan. Ferðapakkinn er bæði fyrir áskrift og Frelsi og þú sækir um hann í Símaappinu eða á Þjónustuvefnum.
Hvað kostar Ferðapakkinn?
Greitt er daggjald 1.000 kr/á dag sem eingöngu er greitt þegar þú ert í útlöndum og notar símann þar. Við sendum þér SMS ef fjöldi daggjalda í ferðalaginu nálgast 9.000 kr en þú getur alltaf fylgst með netnotkuninni í appinu okkar.
Ódýrari símtöl í útlöndum
Þú greiðir aðeins 12 kr. fyrir mínútuna í símtölum til allra landa í pakkanum. Fyrir símtöl til landa utan pakkans gildir verðskrá viðkomandi lands sem hringt er frá. Gildir ekki um þjónustunúmer með aukagjaldi innlend eða erlend.
Engin upphafsgjöld
Þú greiðir engin upphafsgjöld, hvorki til Íslands, né annara landa sem eru í pakkanum.
Sendir SMS og móttekur símtöl á 0 kr.
Sendu eins mörg SMS og þú vilt í útlöndum. Það er innifalið í pakkanum.
Fyrstu 3 MB innan dags eru á 0 kr.
Daggjaldið er ekki greitt ef notkun innan dagsins er undir 3 MB.
500 MB gagnamagn innifalið
Í Ferðapakkanum eru 500 MB innifalin á dag. Ef 500 MB klárast, kemur sjálfkrafa 500 MB áfylling og aftur er greitt daggjald.
Gagnakort
Gagnakort geta líka notað MB í Ferðapakkanum. Gagnakort sem samnýtir gagnamagn í einni farsímaáskrift, samnýtir einnig Ferðapakkann. Þegar að þú hefur skráð þig í Ferðapakkann virkjast hann um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu. Hægt er að skrá sig í Ferðapakka á Þjónustuvef Símans, í appi Símans og með því að senda sms-ið ferdapakki í 1900.