Á öllum stærri heimilum er mælt með skipulega uppsettum WiFi Mögnurum til að tryggja að gott og stöðugt þráðlaust net berist sem víðast um heimilið. Með WiFi mögnurum Símans verður allur WiFi búnaður heimilisins hluti af sama þráðlausa netinu sem deilir sama nafni og lykilorði. Öll tæki færast þannig sjálfkrafa á milli WiFi senda sem tryggir alltaf bestu mögulegu upplifun.
Það eru nokkrar leiðir til að tengja WiFi magnarann við netbeininn: Með WPS takka, með snúru, í gegnum vefviðmót beinisins eða í gegnum Aginet appið.
Byrjið á því að kveikja á tækjunum og bíða þar til þau hafa kveikt alveg á sér. WiFi ljósin á beininum eiga að vera í gangi og á magnaranum á ljósið að blikka blátt.
Athugið, ef WPS/Wi-Fi takkanum á beininum er haldið of lengi inni slekkur beinirinn á WiFi merkinu og slekkur þá á WiFi ljósunum. Til að kveikja aftur á WiFi ef það gerist skal halda takkanum aftur inni þar til það kveiknar aftur á WiFi ljósunum.
Ef þú missir óvænt netsamband þá getur verið gott að endurræsa netbeini og/eða WiFi Magnara. Ýttu á rafmagnsrofann og hafðu slökkt í rúmlega 30 sekúndur og kveiktu svo aftur.
Það er góð regla að samnýta aldrei lykilorð. Sterkt lykilorð á að vera að lágmarki átta stafir og innihalda bókstafi, tölustafi og tákn.
Til að hámarka öryggi tölva og snjalltækja, þá er mikilvægt að uppfæra hugbúnað, vírusvarnir og stýribúnað reglulega.