Í tilefni 40 ára afmælis Símamótsins höfum við útbúið Símastokkinn.
Vantar þig upphitunaræfingar fyrir Símamótið eða ísbrjót fyrir bústaðarferðina? Símastokkurinn býr til dýrmætar samverustundir með fólkinu okkar þar sem er hægt að spila með stokknum á ýmsa vegu.
Að sjálfsögðu er hægt að nota spilastokkinn á hefðbundinn hátt en hér eru nokkrar uppástungur að skemmtilegum útfærslum.
Hve margir? Engin takmörk
Undirbúningur: Öll standa eða sitja í hring
Markmið leiksins: Klára stokkinn
Spilaleiðbeiningar: Stokkurinn er lagður á grúfu. Fyrsti þátttakandi dregur spil. Öll gera saman það sem stendur á spilinu sem dregið er, og svo er spilið lagt í annan bunka. Spilið gengur svona koll af kolli þangað til stokkurinn klárast.
Hve margir? Engin takmörk (ef þátttakendur eru fleiri en fimm getur verið gott að skipta í lið)
Undirbúningur: Öll standa eða sitja í hring
Markmið leiksins: Safna stigum með því að framkvæma æfingar
Spilaleiðbeiningar: Stokkurinn er lagður á grúfu. Fyrsti leikmaður dregur spil. Ef hann fer eftir fyrirmælunum fær hann stig sem nemur tölunni á spilinu (1 fyrir ás, 11 fyrir gosa, 12 fyrir drottningu, 13 fyrir kóng). Ef ekki, fær hann mínusstig sem tölunni á spilinu nemur. Þetta gengur koll af kolli þangað til spilin eru búin.
Hver vinnur: Sá sem er með flest stig.
Hve margir? Tvö til fimm
Undirbúningur: Öll spil í eina hrúgu á borð
Markmið leiksins: Safna slögum
Spilaleiðbeiningar: Spilið gengur eins og venjulegur veiðimaður og markmiðið er að safna slögum með því að spyrja sessunaut sinn um spil sem maður hefur á hendi. Munurinn er þessi: þegar leikmaður fær slag, á hann að fara eftir fyrirmælunum á síðasta spilinu sem hann fékk eða dró. Það má sleppa æfingum á spöðum þar sem þær eru hópeflismiðaðar.
Hver vinnur: Sá sem nær flestum slögum.
Hve margir? Tveir leikmenn (eða tvö lið)
Undirbúningur: Skiptið stokknum í tvennt
Markmið leiksins: Safna öllum spilunum til sín.
Spilaleiðbeiningar: Dragið spil og sýnið á sama tíma, sá sem er með hærra spil “vinnur” og hinn gerir “æfinguna”. Sá sem vinnur tekur bæði spilin. Ef spilin eru jafnhá gerir enginn æfingu og þið haldið áfram. Haldið áfram þangað til annar er kominn með allan bunkann.
Hver vinnur: Sá sem að nær öllum stokknum.