Netglæpum hefur fjölgað og óprúttnir aðilar sem oft eru hluti af skipulagðri glæpastarfsemi reyna allt til að komast yfir fjármuni okkar og persónuupplýsingar. Ein algengasta leiðin eru veiði- og svikapóstar þar sem siglt er undir fölsku flaggi og svikahrappar senda í nafni traustra fyrirtækja og fjármálastofnana. Þessir tölvupóstar geta verið á ensku sem og íslensku og ekkert okkar er óhult við að fá slíka pósta.
En með nokkrum einföldum ráðum er hægt að sjá hvort við getum treyst tölvupóstum sem til okkar berast.