Í innhólfið fer allur tölvupóstur sem sendur er til þín.
Athugaðu að pósthólfið þitt hefur takmarkaða stærð (venjulega 5 GB) og því er gott að eyða pósti með reglulegu millibili.
Vefpóstinum fylgir dagatal. Dagatalið er hægt að nýta sér til þess að halda utan um fundi, klippingu og afmælis daga, svo eitthvað sé nefnt, með því að smella á viðeigandi dagsetningu og tíma í dagatalinu og skrá í viðeigandi upplýsinga reiti.
Ef áminning er sett á ber að hafa í huga að hún virkar bara ef notandi er skráður inn á vefpóstinn sinn á þeim tíma sem áminningin verður virk.
Vefpósturinn býður upp á fullkomna netfangaskrá. Til að komast í netfangaskrána smellir þú á flipann Netfangaskrá efst.
Til að búa til nýjan tengilið er smellt á hnappinn Nýr tengiliður uppi í vinstra horninu.
Inni á tengiliðaspjaldið er svo hægt að setja inn ýmsar upplýsingar eins og fornafn, eftirnafn, titil, fyrirtæki, netfang, símanúmer og fleira.
Vefpósturinn getur verið á nokkrum tungumálum. Sjálfvalið tungumál er íslenska. Til að breyta tungumáli vefpósthússins er farið í Stillingar og flipinn Almennt valinn. Valmöguleikar eru sýndir í flettiglugganum Tungumál. Breytingin verður sýnileg næst þegar þú skráir þig inn.
Vefpósturinn býður upp á póstsíu. Til þess að búa til nýja póstsíu skal velja Stillingar og svo Síur. Því næst skal smella á Create Filter. Þá sprettur upp nýr gluggi þar sem hægt er að velja ýmsa valkosti fyrir síuna.
Hér er möguleiki á að halda utan um verkefni sem verið er að vinna. Verkefni er skráð með því að smella á Nýtt verkefni, fyllt er í þá valmöguleika sem á að nota og smellt á Vista til að loka. Hægt er að bæta viðhengjum við verkefnið, t.d. Excelskjali, myndbroti, hljóðskrá o.s.frv.
Til þess að festa skjal úr tölvunni þinni við skeyti sem á að senda skal smella á Hengja við, velja Mín tölva og finna svo skrána sem festa á við póstinn.
Hægt er að vista tölvupóst án þess að senda hann. Það er gert með því að velja Vista drög. Eftir það er tölvupósturinn aðgengilegur í möppunni Drög, og hægt að nálgast hann til að breyta og/eða senda síðar.
Til að skrifa nýjan tölvupóst þarf að smella á Nýtt skeyti uppi í vinstra horninu á skjánum. Þegar skeyti er sent fer það í möppu í pósthólfinu þínu sem heitir Sent. Með því að opna þá möppu geturðu skoðað þau skeyti sem þú hefur sent úr vefpóstinum.
Um er að ræða stillingar póstforrits viðskiptavinar gagnvart kerfinu. Það er í hans valdi að velja hvort samskiptin séu dulrituð eður ei.
Þegar pósthólf er uppsett með dulritun (dulkóðun) þarf að passa það að í uppsetningunni er valið SSL eða TLS/startTLS
Þegar SLL er notað á imap uppsetningu þarf að velja port 993
Þegar startTLS er notað þarf að nota port 143
Dæmi um uppsetningu úr Outlook 2018
Á forsíðu siminn.is er innskráning fyrir Vefpóst Símans. Þar slærðu inn netfang og lykilorð.
Ef þú manst ekki netfangið eða lykilorðið getur þú skoðað þær upplýsingar inn á þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang.
Fara á þjónustuvefinn
Til að breyta lykilorði á simnets netfangi þarf að skrá sig inn á þjónustuvefinn. Þar er valið efst í stikunni Internet áskrift og Lykilorð að tölvupóst. Smelltu á Nýtt lykilorð og skráðu inn nýtt lykilorð.
Til að skoða simnets netföng þarf að skrá sig inn á þjónustuvefinn. Þar undir Internet áskrift og Þjónustur í boði finnur þú lið sem heitir Tölvupóstur. Smelltu á Tölvupóstur og þá birtast þau netföng sem eru skráð.
Skráðu þig inn á þjónustuvefinn hérna og þú ferð beint inn á síðuna til að breyta netfanginu. Allir hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum.