Til að virkja Úræði þarft þú Samsung Watch úrið þitt og Android farsímann þinn. Til að hefja ferlið þarf að ná í “Galaxy Wearable” appið í Play Store.
Til að geta virkjað Úræði þarf Samsung Watch að vera tengt við Android farsímann með “Galaxy Wearable” appinu.
Veldu “Stillingar úrs” -> “Farsímaáskriftir”
Veljið “Næsta” og þá birtist innskráningarsíða
Þar næst skráir þú inn notendanafn og lykilorð
Notendanafn og lykilorð er það sama og inn á Þjónustuvef Símans. Ef þú manst ekki lykilorðið þitt getur þú fengið það sent með því að slá inn kennitöluna þína hér.
Nú getur þú klárað skráninguna í Samsung Wearable appinu í símanum með því að fylgja skrefunum sem koma upp.
Þegar búið er að virkja Úræði þá færð þú spurningu um hvort þú viljir virkja áskriftina í úrinu, þeirri spurningu þarf að svara játandi og þá virkjast Úræðið í úrinu.