Traustur bakhjarl íslenskra heimila og atvinnulífs.
Fjarskipti efla og auðga lífið.
„Árið 2017 var árangursríkt ár fyrir Símann. Félagið náði markmiðum sínum þrátt fyrir krefjandi samkeppnisumhverfi. Áfram var lögð áhersla á að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, starfsfólki gott starfsumhverfi og skapa virði og ávöxtun fyrir hluthafa,” segir Bertrand Kan sem tók við stjórnarformennsku í upphafi þessa árs í kjölfar andláts Sigríðar Hrólfsdóttur stjórnarformanns Símans. Bertrand hefur setið í stjórn Símans frá mars 2016.
“Til að standa við skuldbindingar um að veita hágæða þjónustu og tryggja að félagið búi ávallt yfir bestu innviðum var aukið við fjárfestingar og fjárfesti samstæðan fyrir nærri fimm milljarða á árinu 2017, meira en nokkur samkeppnisaðili á Íslandi. Síminn skilaði 8,6 milljörðum króna í EBITDA og var það í takt við áætlanir félagsins, náðist þessi árangur þrátt fyrir lækkandi verð í farsímaþjónustu og breytingar á verði fyrir reikiþjónustu í Evrópu. Þennan góða árangur má ekki síst þakka þekkingu og einurð starfsfólks sem er ákveðið í að gera árið 2018 jafn árangursríkt og árið 2017.”
Bertrand segir rekstur samstæðunnar enn standa á þremur meginstoðum; Símanum, Mílu og Sensa.
“Einn af mikilvægum áföngum ársins var að Síminn fékk úthlutað 700 MHz tíðni fyrir farsímarekstur sem mun tryggja forystu félagsins á farsímamarkaði. Á liðnum árum hefur Síminn fjárfest bæði í bættum viðskiptaferlum og þekkingu starfsfólks til að bregðast við harðnandi samkeppni og þrýstingi á launakostnaði og hélt sú vinna áfram á síðasta ári. Stöðugildum fækkaði þannig um 10% á árinu og voru að meðaltali 727 á árinu, þrátt fyrir það tókst að auka gæði þjónustu” segir hann.
Síminn nýtti sér hagstæð skilyrði á fjármálamarkaði og endurfjármagnaði skuldir félagsins á árinu. Handbært fé var nýtt til að lækka skuldir félagsins um 20% eða í 18,4 milljarða króna sem mun lækka fjármagnskostnað verulega til lengri tíma litið.
Síminn mun áfram bjóða heildstætt vöruframboð á sviði fjarskipta, afþreyingar og upplýsingatækni til einstaklinga jafnt sem fyrirtækja.
“Til að tryggja áframhaldandi heildstætt vöruframboð fjárfesti Míla verulega í ljósleiðaraneti félagsins á árinu og voru um 21 þúsund heimili tengd við ljósleiðaranet félagsins. Í heildina eru því um 51 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu tengd við ljósleiðaranet Mílu,” segir hann.
“Auk þess leggur félagið aukna áherslu á þjónustu gagnavera og er stefnt að því að bjóða eina bestu net- og hýsingarþjónustu hér á landi og mun þjónustan standa innlendum jafnt sem erlendum viðskiptavinum til boða.”
Stjórn leggur til að 10% af hagnaði ársins 2017 verði greiddur út í arð og að 40% af hagnaði verði varið til endurkaupa á eigin bréfum og er það í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins. Gengi á hlutabréfum í Símanum hækkaði um 32% á árinu og var gengið 4,13 í lok árs 2017.
„Niðurstaða ársins 2017 var góð. Hagnaður óx um tæp 12% á milli ára og EBITDA um 4,4%. Lítilsháttar samdráttur var í tekjum af kjarnastarfsemi félagsins en markvissar aðgerðir á kostnaðarhlið vega þyngra. Félagið endurfjármagnaði skuldir um mitt ár og voru skuldir lækkaðar um 4,5 milljarða. Gengi Símans í kauphöll hækkaði um rúmlega 30% á árinu.
Horfur eru ágætar og félagið vel í stakk búið til að byggja á þessum góða árangri.”
Bertrand Kan hefur setið í stjórn Símans frá 10. mars 2016. Hann stjórnaði viðskiptum með fjarskipti, fjölmiðla og tækni hjá Morgan Stanley, Lehman Brothers og Nomura.
Heiðrún er varaformaður stjórnar. Hún var fyrst kjörin í stjórn Símans 24. janúar 2013. Heiðrún er lögmaður á Aktis lögmannsstofu slf.
Birgir settist í stjórn Símans 10. mars 2016. Hann er framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og hefur verið frá árinu 2000.
Stefán Árni hefur verið í stjórn Símans frá 2. júlí 2013. Stefán starfar sem lögmaður og er meðeigandi Lögmanna Bárugötu slf.
11,7%
Hagnaður samstæðunnar jókst um tæp 12% milli ára og var 3.076 milljónir króna.
30,3%
EBITDA hlutfallið var rúm 30% á árinu 2017. EBITDA hækkaði um 4,4% milli ára og var 8.607 milljónir króna.
4.792 m.kr.
Fjárfest var fyrir nærri 5 milljarða króna í innviðum og uppbyggingu félagsins á árinu.
9.096 m.kr.
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 9.096 milljónir króna á árinu 2017.
Síðasta ár einkenndist af stöðugleika í mannauðsmálum þar sem starfsandi mældist góður í vinnustaðargreiningum. Undir lok árs hófst heildarendurskoðun á jafnréttisstefnu Símans. #MeToo umræðan kallaði á frekari endurskoðun ásamt því að skipulögð fræðsla um samskipti kynjanna var sett í ferli.
Við erum afskaplega stolt af Forvarnarverðlaunum VÍS sem Síminn hlaut en þar er viðurkennd sú mikla vinna sem við leggjum í fræðslu meðal annars um upplýsingaöryggi, heilsusamlegt mötuneyti, bólusetningar og almennt öryggi starfsmanna.
Sigríður Hrólfsdóttir varð bráðkvödd í janúar 2018 aðeins fimmtug að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Sigríður hefur frá því að hún settist í stjórn Símans í júlí 2013 verið stjórnarformaður Símans. Hún sat einnig í stjórn Mílu. Sigríður hafði víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var sjálfstætt starfandi ráðgjafi frá árinu 2010. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri Árvakurs hf., framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags Íslands hf. og sérfræðingur í fjárstýringu Íslandsbanka hf. á starfsferli sínum.
Starfsfólk og stjórn Símans eru harmi slegin yfir þessu óvænta fráfalli og eru afar þakklát fyrir ósérhlífið framlag Sigríðar til félagsins á undanförnum árum.
Áfram leiðandi í nýjungum á markaði.
„Stefna undanfarinna ára hefur verið að skerpa rekstur samstæðunnar utan um kjarnastarfsemina á hörðum samkeppnismarkaði. Það hefur skilað góðum árangri.“ Orri bendir á að hagnaður hafi aukist um tæp tólf prósent milli áranna 2016 og 2017 og að EBITDA framlegð samstæðunnar sé nú komin yfir 30% af tekjum. „Tekjur lækkuðu vegna lægri verða á farsímamarkaði, minni búnaðarsölu og starfsemi sem við seldum frá okkur eða lögðum af. Kostnaðurinn lækkaði hins vegar enn hraðar, til að mynda dróst launaliðurinn saman um 642 milljónir milli ára. Skuldir voru einnig lækkaðar umtalsvert á árinu, eða um rúma fimm milljarða, þegar við greiddum upp skuldabréfaflokk og endurskipulögðum efnahagsreikning samstæðunnar í heild“, segir Orri.
Orri segir að Síminn hafi bætt við viðskiptavinum í internet- og farsímaþjónustu, en sérstaklega í Premium efnisþjónustu Símans í sjónvarpi. Hann tekur einnig til, að Íslendingar hafi í fyrsta sinn í fyrra getað horft á 4K háskerpuútsendingar, tekið myndlykilinn með í sumarbústaðinn og greitt með farsímanum í verslunum. „Fyrirtæki samstæðunnar, þ.e. Síminn, Míla, Sensa og Radíómiðun, hafa markvisst fjárfest í sterkara sambandi við viðskiptavini sína undanfarin misseri. Uppbygging Símasamstæðunnar á ríkan þátt í því að Sameinuðu þjóðirnar útnefndu Ísland á síðasta ári með hæstu einkunn allra landa í heiminum í fjarskipta- og upplýsingatækni. Útbreiðsla ljósnetstenginga Mílu jókst hratt á landsbyggðinni og 60% heimila á höfuðborgarsvæðinu höfðu í árslok möguleika á ljósleiðara félagsins. Alls 98,2% heimila landsmanna voru um áramótin dekkuð með heimsklassa 4G sambandi Símans.“
Hinar miklu fjárfestingar hafa skilað sér í stöðugri kerfum, sjálfvirkari þjónustu og einfaldari ferlum, að sögn Orra. Á síðasta ári hafi símtölum í þjónustuver Símans fækkað um 20%. „Þrátt fyrir að fækkað hafi í starfsliði samstæðunnar um 11% á síðasta ári og hjá móðurfélaginu um tæpan fjórðung á undanförnum tveimur árum, mælum við aukna ánægju viðskiptavina okkar.“ Orri segir að fjárfest hafi verið fyrir 4,8 milljarða í fyrra, en fjárfestingaþörfin verði minni fram á við. „Það hefur auk þess borið á tví- og offjárfestingu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur hefur reynt að koma í veg fyrir samvinnu um grunninnviði og lokar á hráan aðgang að ljósheimtaugum, sem önnur sveitarfélaganet veita með bros á vör. Fljótlega munu stefnumörkun stjórnvalda, ný löggjöf og önnur reglustýring vinda ofan af þessari óþörfu sóun á vegum opinbers fyrirtækis og skapa til lengri tíma betri nýtingu fjarskiptainnviða um allt land.
„Við munum áfram skapa ný tækifæri í rekstri samstæðunnar. Má nefna nýlegan samning við Verne Global sem gerir búnaðarrekstur samstæðunnar mun hagkvæmari en fyrr. Aðalmarkmiðið með þessari breytingu er hins vegar að Sensa og Síminn fá þarna frábært tækifæri til að bjóða hýsingu og stórvirkan tölvurekstur á innlendum og erlendum vettvangi“, segir Orri og bætir við: „Stefna Símans og dótturfélaga er að veita framúrskarandi þjónustu. Eigendur okkar vilji góða ávöxtun af fjárfestingu sinni. Ánægðir viðskiptavinir, sem vilja vera áfram og mæla með þjónustu okkar við aðra, er aðferð okkar til að skapa virði hjá fjárfestum félagsins.“
22,7%
Velta Símans var 23 milljarðar króna og EBITDA var 5,2 milljarðar króna eða 22,7% af veltu.
1.758 m.kr.
Fjárfestingar Símans námu 1.758 milljónum króna eða 7,6% af veltu.
98,2%
4G þjónusta Símans nær nú til rúmlega 98% landsmanna og er stöðugt unnið að því að efla þjónustuna.
-20%
Með bættum ferlum, skilvirkari þjónustu og stöðugri kerfum tókst að fækka símtölum í þjónustuver Símans um 20% á árinu.
Frábær árangur á síðasta ári í tengingu ljósleiðara.
„Við erum virkilega ánægð með uppbyggingu ljósleiðara Mílu á árinu 2017. Þessi uppbygging háhraðanetstenginga til heimila um allt land var áfram stærsta og umfangsmesta verkefni Mílu á síðasta ári. Rétt eins og uppbygging ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram fjölgar þeim einnig um allt land. Í árslok áttu 55 þúsund heimili kost á ljósleiðaratengingum í gegnum kerfi Mílu og um 12 þúsund eru nú þegar tengd. Það er frábær árangur á þetta stuttum tíma.
Fjarskipti eru ein af grunnþjónustum samfélagsins og mikilvægt fyrir öryggi fjarskipta að til staðar sé eitt heildstætt kerfi fjarskiptainnviða sem þjónar öllu landinu. Það kerfi er Míla.
Þrátt fyrir fámenni, langar vegalengdir og erfitt veðurfar sem gera Ísland að erfiðu landi m.t.t. fjarskiptainnviða, stendur Ísland gríðarlega vel í alþjóðlegum samanburði. Sameinuðu þjóðirnar töldu Ísland með hæstu einkunn landa í heiminum yfir fjarskipta- og upplýsingatækni á síðasta ári, það staðfestir að Míla hefur sinnt hlutverki sínu svo af ber.
Samkeppnin er að aukast og er mest á stórum þéttbýlisstöðum þar sem starfsemin er arðbær. Í núverandi umhverfi mun aukin samkeppni minnka getu kerfisins í heild til að sinna óarðbærum svæðum. Það er miður og mikilvægt að taka á þeirri stöðu svo farið sé í nauðsynlegar fjárfestingar þar sem þeirra er þörf.
Míla mun halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu á ljósleiðara til heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu en auk þess er gert ráð fyrir að sambærilegar fjárfestingar úti á landi aukist. Þó tengingar til heimila séu mikilvægar skipta tengingar fjarskiptastaða við landsnet fjarskipta þó enn meira máli. Það er í raun undirstaða allra fjarskipta í landinu og þá undirstöðu þurfum við að halda áfram að styrkja.“
6.058 m.kr
Velta félagsins var rúmir 6 milljarðar króna árið 2017 og EBITDA var 2,9 milljarðar eða 48%.
+70%
Heimilum á höfuðborgarsvæðinu með möguleika á ljósleiðara Mílu fjölgaði um 70% milli ára og hafa um 60% heimila þennan kost í dag.
1 Gb/s
Míla hóf að bjóða eins gígabita tengingar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri á árinu 2017.
24/7/365
24/7/365 vaktborð Mílu sér um vöktun fjarskiptakerfa allan sólarhringinn alla daga ársins.
Þekking, sérfræðiþjónusta og vandaðar lausnir eru aðalsmerki Sensa.
Markmið Sensa er að bjóða fyrirtækjum og opinberum stofnunum virðisaukandi þjónustu og lausnir í innviðum upplýsingakerfa. Þetta markmið okkar hefur aldrei verið skýrara en nú þegar ný tækifæri og breytingar í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar eru að koma í ljós. Þjónustuframboð Sensa tvinnar saman tækifæri sem búa í síauknu framboði í skýjaþjónustum og úr hýsingarumhverfi Sensa við innviði viðskiptavinarins á hagkvæman og traustan hátt. Sú vegferð sem við höfum verið í með Símanum síðustu þrjú ár er gott dæmi. Þar er stöðugt tekist á við að finna hagkvæmustu leiðirnar til að nýta skýið, hýsingar, þjónustu af krana og eigin búnað og kerfi Símans til þess að fylgja þróun í þjónustuframboði og rekstri Símans. Þessi vegferð hefur skilað 300 milljóna ávinningi á ársgrundvelli á sama tíma og sótt er eftir nýjum tækifærum í þjónustuframboði og rekstri.
Þekking, sérfræðiþjónusta og vandaðar lausnir er eitt af aðalsmerkjum Sensa og mun vera um ókomin ár. Mikilvægi þessara þátta er enn að aukast, bakvið einfaldleika í rekstri og breytingar yfir í ólík neyslumódel er nauðsynlegt að liggi þekking og reynsla til að fást við aukið flækjustig. Aldrei hefur verið mikilvægara að hafa þekkingu til að takast á við kröfur um öryggi, aðgengi, afköst og arðsemi í heimi sem er flóknari en áður. Sensa hefur ætíð lagt áherslu á að bakvið hverja lausn sé traust bakland sérfræðinga og samstarfsaðila. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind okkar og býr félagið að því að hafa í sínum röðum marga af helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði. Mikil ásókn er í þessa þekkingu félagsins og eitt af áhersluverkefnum Sensa er að byggja upp frekari þekkingu, m.a. í samstarfi við menntastofnanir eins og Háskólann í Reykjavík.
Spennandi tímar eru fram undan, nýir tímar verða til þess að tekjusamsetning félagsins mun halda áfram að breytast, sem á margan hátt mun þýða meiri línuleika í tekjum milli ára og tryggja áframhaldandi arðsaman rekstur.
4.593 m.kr
Velta félagsins var tæpir 4,6 milljarðar króna árið 2017.
Félagið
Sensa er eitt af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum landsins, stofnað árið 2002 og með yfir 100 starfsmenn.
Virðisauki
Sensa leggur áherslu á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini þess, falla inn í krefjandi umhverfi og henta kröfuhörðum viðskiptavinum.
Hýsing
Gerður var samningur milli Sensa, Símans og Verne Global um að bjóða net- og hýsingaraðstöðu.
Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga.
Fjarskipti efla og auðga lífið.
11,7%
Hagnaður samstæðunnar jókst um tæp 12% milli ára og var 3.076 milljónir króna.
30,3%
EBITDA hlutfallið var rúm 30% á árinu 2017. EBITDA hækkaði um 4,4% milli ára og var 8.607 milljónir króna.
4.792 m.kr.
Fjárfest var fyrir nærri 5 milljarða króna í innviðum og uppbyggingu félagsins á árinu.
9.096 m.kr.
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 9.096 milljónir króna á árinu 2017.
Sigríður Hrólfsdóttir varð bráðkvödd í janúar 2018 aðeins fimmtug að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Sigríður hefur frá því að hún settist í stjórn Símans í júlí 2013 verið stjórnarformaður Símans. Hún sat einnig í stjórn Mílu. Sigríður hafði víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var sjálfstætt starfandi ráðgjafi frá árinu 2010. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri Árvakurs hf., framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags Íslands hf. og sérfræðingur í fjárstýringu Íslandsbanka hf. á starfsferli sínum.
Starfsfólk og stjórn Símans eru harmi slegin yfir þessu óvænta fráfalli og eru afar þakklát fyrir ósérhlífið framlag Sigríðar til félagsins á undanförnum árum.