Lærum að þekkja hætturnar
Daglega dynja á fyrirtækjum ýmsar netógnir sem gjarnan ganga út á að starfsmenn “bíti á agnið”. Sensa býður fyrirtækjum upp á öryggishugvekju þar sem fjallað er um upplýsingaöryggi fyrirtækja og einstaklinga. Hugvekjan er ekki tæknilegs eðlis heldur er áherslan á umgengni við upplýsingar og mannlega þáttinn þ.e. hvað við sem einstaklingar þurfum að hafa í huga til að vernda upplýsingar.
Hugvekjan er um 40 mínútur með spurningum og hentar vel við ýmis tækifæri, t.d. þegar starfsmenn koma saman yfir morgunkaffinu eða hádegismatnum. Hugvekja um upplýsingaöryggi á alltaf vel við en tækifærið getur hentað sérstaklega vel ef fyrirtæki eru að innleiða eða skerpa á ferlum, eða að innleiða nýja tækni sem snýr að öryggismálum.
Leynist tölvuþrjótur í tölvupóstinum þínum?
Í daglegum störfum okkar getur lítil yfirsjón valdið miklu tjóni. Óværur dynja á okkur sem opna dyr fyrir tölvuþrjóta. Okkur er treyst sem starfsfólki fyrir gögnum fyrirtækisins og viðskiptavina. Vefveiðar (e.phishing) eru ein algengasta leið tölvuþrjóta til að komast inn í kerfi fyrirtækja og valda tjóni. Í þessu myndbandi er útskýrt hvernig tölvuglæpamenn nýta sér þessa algengu leið þegar þeir eru komnir inní vefpóstinn þinn og hvernig má lagfæra slíkt í Office365.