Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, hafa samband í gegnum tölvupóst, hringja í 550 6000 eða heimsækja verslanir Símans.
Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.
Upplýsingar um breytingar á vörum og skilmálum þeirra á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 550 6000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.
Farsími
Áskriftirnar Endalaust með Netinu og Farsími – Vild hækka um 200 kr. og munu þannig kosta 3.200 kr. eftir að breytingarnar taka gildi.
Skilmálar og stefnur
Skilmálar talsímaþjónustu eru uppfærðir m.t.t. til útfösunar á gamla PSTN kerfinu.
Almennir viðskiptaskilmálar eru einnig uppfærðir þar sem skerpt er á orðalagi um gjaldfærslu fyrir þjónustu og upplýsingar um samskipti Símans við viðskiptavini uppfærð.
Einnig eru persónuverndarskilmálar Símans uppfærðir m.t.t. til samskipta Símans við viðskiptavini, vinnslu sem byggir á samþykki og varðveislutíma tiltekinna upplýsinga.