Breyttu úr WEP í WPA / WPA2

Þú getur breytt öryggislyklinum til að auka öryggi. Nota má WEP (beinir er forstilltur á það) WPA eða WPA2 (aðeins tölvur og netkort sem komu út eftir árið 2006 styðja WPA2).

  • Til að breyta í WPA eða WPA2 lykil er smellt á WPA-PSK Encryption.
  • Þegar þú ert búin að hakka við WPA þá getur þú notað flettigluggann til að velja hvort stillt verði á WPA eða WPA2.
  • WPA lykill má vera frá 8 stöfum upp í 64. Ekki skal nota séríslenska stafi í WPA lykil.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2