Hvað ef heimasíminn er á öðrum stað en netbeinirinn?

Í dag eru flestir heimasímar þráðlausir, með hleðslustöð sem getur verið hvar sem er á heimilinu. Við mælum því með að færa einfaldlega hleðslustöðina og tengja hana beint við netbeininn.

Ef þú getur ekki fært símtækið að netbeininum þarf að leggja lögn á milli þeirra. Þú getur einfaldlega keypt lengri snúru og tengt milli herbergja, en við mælum frekar með að fá sím- eða rafvirkja til setja upp símatengla. Þú getur leitað að verktökum á heimasíðu Samtaka Rafverktaka.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2