Hvernig nota ég Frelsi í útlöndum?
Ef ferðast á til EES landa í Evrópu þá notar þú símann þinn alveg eins og heima á Íslandi.
- Þrenna 25 GB, þar af er hægt að nota 25GB innan EES landa.
- Þrenna 10 GB, þar af er hægt að nota 10 GB innan EES landa.
- Krakkakort 2 GB, þar af eru 1 GB hægt að nota innan EES landa.
Ef ferðast á til landa utan EES í Evrópu þarftu að skrá þig í þjónustuna „Frelsi í útlöndum“ þar sem símanotkun erlendis er greidd eftirá á símreikning. Skráningin fer fram á þjónustuvefnum eða í símaappinu.
Þar sem það getur verið dýrt að ferðast utan EES landa þá fylgjumst við með kostnaði vegna netnotkunar þar og látum þig vita reglulega með SMS-skilaboðum hver kostnaðurinn er orðinn.
Við mælum með að viðskiptavinir sem ferðast utan Evrópu skrái sig í Ferðapakkann sem er frábær leið til að lækka símkostnað á ferðalögum. Virkjaðu Ferðapakkann með því að senda textann “ferdapakki” í númerið 1900 og hann virkjast um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu.
Allir viðskiptavinir með frelsisnúmer í ÞRENNU sem eru eldri en 18 ára eru ávallt sjálfkrafa skráðir í þjónustuna Frelsi í útlöndum. Alltaf er hægt að aftengja þjónustuna þannig að ekki sé hægt að nota símann utan Íslands og EES landa.
Viðskiptavinir yngri en 18 ára í ÞRENNU eða með Krakkakort þurfa að skrá sig sjálfir með sms innskráningu á Þjónustuvef eða hringja í síma 550-6000 þar sem ávallt þarf eldri einstakling en 18 ára til að ábyrgjast eftirágreiddu notkunina erlendis. Ábyrgðarmaður getur óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það Frelsisnúmer sem hann er í ábyrgð fyrir.