Hvernig skrái ég Aukakort?

Veldu Sími í leiðarkerfinu

Veldu Sími og svo Nýskrá aukakort efst í leiðarkerfinu.

Nýskrá aukakort
Nýskrá aukakort

Veldu aðalnúmerið

Í dálknum Veldu þjónustu velur þú það númer sem aukakortið á að vera skráð á.

Dæmi:

velja aðalnúmer
velja aðalnúmer


Veldu nýtt númer

Veldu nýtt símanúmer með því að slá inn þrjá tölustafi 8xx eða velja númer úr seríu fyrirtækisins með því að slá inn fyrstu þrjá tölustafi úr seríunni.

Í Lýsing er ráðlagt að setja inn nafn starfsmanns. Veldu næst Viðskiptareikningur og hvort þú ert með SIM kort eða þarft að fá það sent í pósti. Ef þú ert með SIM kort þarftu að slá inn númerið. Því næst er valin Áskriftarleið og hvort það eigi að fá Netbúnað sendann eða hvort eigi að nota eigin búnað.

Veldu því næst að Halda áfram og svo Vista.

Dæmi:

velja nýtt númer
velja nýtt númer

Skipta greiðslum

Ef það á að skipta greiðslum á milli fyrirtækis og starfsmanns er valið tannhjólið .

Til að skipta greiðslum, er kennitala starfsmanns sem á að greiða fyrir þjónustuna slegin inn í reitinn Nýr greiðandi. Sú þjónusta sem starfsmaðurinn á að greiða fyrir er valin með því að haka í punktinn hægra megin, undir nafni starfsmannsins.

Dæmi:

skipta greiðslum
skipta greiðslum

Velja Halda áfram og svo Vista breytingar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2