Hversu lengi gildir inneignin?

Virk
Inneign er virk í 6 mánuði eftir að síðast var bætt við hana. Þú getur hringt fyrir verðmæti inneignar þinnar í 6 mánuði að meðtöldum kaupdegi. Þú getur móttekið símtöl út þetta tímabil þótt engin inneign sé eftir. Ef þú kaupir aðra inneign og fyllir á innan þessara 6 mánaða er þeirri upphæð bætt ofan á eftirstöðvar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.

Óvirk
Ef 6 mánuðir hafa liðið frá síðustu áfyllingu verður inneignin óvirk og þú getur hvorki hringt né móttekið símtöl. Þú getur þó hringt í 550-6000 og 112. Þú getur fyllt á Frelsi hvenær sem er á þessu 6 mánaða tímabili. Þá bætist sú upphæð við eftirstöðvarnar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.

Útrunnin
Eftir að óvirka tímabilinu lýkur, ári eftir síðustu áfyllingu, fyrnist inneignin, ef einhver er. Einnig áskiljum við okkur rétt til að aftengja þjónustuna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2