Outlook uppsetning í tölvu
Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst:
- Netfang
- Lykilorð
Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn, breyta lykilorði. Allir viðskiptavinir hafa aðgang en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum.
Byrja þarf á að opna Outlook og velja File og Add Account.
Núna þarf að slá inn netfangið og smella á Connect.
Næst er lykilorðið sett inn og smellt á Connect og svo eftir það er smellt á Done.
Núna er reikningurinn orðinn virkur.
Ítarlegri (advanced) stillingar:
Incomingmail server: postur.simnet.is
Incomingport number: 143
Outgoingmail server: postur.simnet.is
Outgoingport number: 587