Lita- og myndbrengl
Byrjaðu á því að ýta HDMI snúrunni betur inn í sjónvarpið, myndbandstækið, DVD-spilarann og/eða myndlykilinn. Ef ekkert lagast getur verið að HDMI-snúran sé ónýt og þá þarf að endurnýja hana.
Stafrænar truflanir (pixlar)
Hreyfing á snúru og/eða búnaði getur valdið truflunum.
Yfirfarðu snúruna úr myndlykli í beini (e. router). Er eitthvert mar á snúrunni, t.d. vegna núnings við hurð? Athugið að snúran frá beini í vegg má ekki vera lengri en 2 metrar.
Skoðaðu heimatengið/Videobrú (e. Powerline). Ef það er ekki hægt að tengja það beint við vegg þarftu að vera með millistykki. Passaðu að hafa heimatengið fremst á millistykkinu, þ.e. næst rafmagnssnúrunni.
Ef þú ert búin/nn að athuga ofangreind atriði gæti vandamálið verið línan sjálf. Hafðu þá samband við okkur í 550-6000 og við athugum línuna.
Já, ef truflanir koma á skjáinn þegar kveikt er á einhverju rafmagnstæki er ástæðan að öllum líkindum sú að þráðlaust sjónvarpstengi og viðkomandi rafmagnstæki eru tengd á sömu rafmagnsgrein í húsinu. Truflanir vegna rafmagnstækja ættu þó aðeins að vara í stutta stund og hverfa fljótt.
Gakktu úr skugga um að þráðlausu sjónvarpstengin séu tengd beint í vegg eða í fyrsta tengi við snúru fjöltengis.
Rafmagnstengill, sem er staðsettur við hliðina á símatengli, getur valdið truflunum á netsambandinu milli beinis og símstöðvar. Ef vandamálið er enn til staðar má prófa að færa tengin til í íbúðinni.
Á þjónustuvefnum er hægt að stilla kaupþak á leigt efni úr Sjónvarpi Símans. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Stilla kaupþak
Á þjónustuvefnum getur þú séð og breytt PIN númerinu fyrir Sjónvarp Símans. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Fara á þjónustuvefinn
Já, þú getur tekið myndlykilinn með þér í fríið eða fengið aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn! Myndlykillinn getur tengst við þráðlaust net frá farsíma (e. hotspot) eða 4G/5G netbeini, þannig að þú getur tekið hann með þér hvert sem er.
Ef þú ert að fara erlendis þá virkar myndlykillinn í þeim löndum sem tilheyra EES samningnum en lokað er fyrir þjónustuna í öðrum löndum. Þetta gerum við þar sem rétthafar efnisins fara fram á það.
Á þjónustuvefnum er hægt að bæta við og breyta sjónvarpsáskriftum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Fara á þjónustuvefinn
Þú getur horft á Sjónvarp Símans með eða án myndlykils, alveg óháð því hvar þú ert með netið.
Sjónvarp Símans appið er aðgengilegt í flestum snjalltækjum og -sjónvörpum, en myndlykill verður áfram besta mögulega val fyrir hnökralausa upplifun.
Nei það slokknar ekki á straum fyrr en skjáhvílan dettur á, sem er stillanlegt í hverjum myndlykli fyrir sig. Þetta á einungis við þráðlausa myndlykla (e. OTT).
Þú getur afskráð tæki í Sjónvarp Símans appinu og í viðmótinu.
Nei, þú helst inni sem skráður notandi en ef þú hefur ekki kveikt á myndlyklinum í 2 mánuði þá þarftu að skrá þig inn aftur.
Þú getur aftengt tæki inn á Sjónvarp Símans appinu og í viðmótinu sjálfu.
Áskriftir að Sjónvarpi Símans byggjast straumum, en hver straumur gerir þér kleift að horfa á sjónvarpið í einu tæki í senn. Það gildir einu hvort það sé í myndlykli eða í appinu og þú getur bætt auka straumum við áskriftina þína hvenær sem þú vilt. Hámarksfjöldi strauma fyrir hverja áskrift eru fimm straumar.
Þú getur tengt ótakmarkaðan fjölda tækja við áskriftina þína, en fjöldi strauma takmarkar aðeins hve mörg tæki geta horft á sjónvarpið samtímis. Ef þú reynir að horfa á sjónvarpið í nýju tæki á meðan allir straumarnir eru í notkun færð þú valmöguleika um að bæta við þig auka straum eða slökkva á streymi í öðru tæki á sömu áskrift.
Það fylgir alltaf einn straumur með Sjónvarpi Símans, en með Þægilega pakkanum fylgja tveir og með Heimilispakkanum fylgja þrír straumar.
Á þjónustuvefnum getur þú skoðað leigt efni. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Skoða notkun
Þú getur séð lista yfir allar rásirnar í Síminn Heimur pökkunum hér á vefnum okkar.
Ef þú ert með Premium , Þægilega pakkann eða Heimilispakkann kostar áskriftin 5.600 kr.
Fjölmargar sjónvarpsstöðvar þar sem áhersla er lögð á fréttir, skemmtun, fræðslu, íþróttir og tónlist. Allar háskerpustöðvar Heims eru innifaldar í pakkanum.