Ástæðan fyrir hærri reikningum er oftast sú að viðskiptavinir hafa fengið sér nýja þjónustu í mánuðinum eða notkun þeirra aukist. Ef þú ert nýr viðskiptavinur og hefur byrjað hjá okkur í miðjum mánuði þá færðu reikning fyrir mánaðargjöldum frá og með þeim degi sem þjónustan er stofnuð ásamt mánuðinum sem fer á eftir (alltaf fullur mánuður). Þú getur farið yfir notkun og skoðað sundurliðun á reikningnum inn á þjónustuvefnum.
Þú breytir heimilisfangi á reikningum inn á þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir okkar hafa aðgang að þjónustuvefnum.
Innheimtuferlar Símans eru samsettir af mismunandi aðgerðum þar með talið milliinnheimtu. Kostnaður við milliinnheimtu er breytilegur með hliðsjón af höfuðstól kröfu í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133/2010. Sjá nánar í verðskrá.
Hægt er að nálgast sundurliðun símtala á þjónustuvefnum.
Í sumum tilvikum gjaldfæra fyrirtæki og stofnanir fyrir símtöl og eins þegar hringt er í banka til að kanna reikningsstöðu.
Greitt er þjónustugjald fyrir beina sem eru í eigu Símans. Innifalið í þessu þjónustugjaldi er ábyrgð sem Síminn tekur á sig ef að búnaðurinn bilar.
Reikningakeyrsla hefst í byrjun hvers mánaðar og ef þjónustu er sagt upp eftir mánaðarmót þá berst reikningur fyrir heilum mánuði. Uppsögn þarf því að berast fyrir mánaðarmót.
Reikisímtöl eru símtöl viðskiptavina erlendis og koma fram sérstaklega fram í sundurliðun á símareikningi. Vakin er athygli á því að notkun erlendis er lengur að skila sér inn á símareikninga en notkun á Íslandi.
Þú getur skoðað sundurliðun á reikningum í heimabankanum undir rafræn skjöl eða á þjónustuvefnum.
Á Þjónustuvefnum getur þú skoðað og prentað út hreyfingayfirlit reikninga.
Hægt er að skrá símanúmer fyrir fjölbreyttri þjónustu á netinu. Þar má nefna Enski boltinn, stefnumótasíður, tonlist.is og framvegis. Þetta er þjónusta þar sem númerið er sett inn sem gjaldmiðill og kostnaðurinn á þjónustunni gjaldfærist á símareikninginn. Uppsögn á slíkri þjónustu á sér stað á þeirri vefsíðu þar sem þjónustan var pöntuð.
Á reikningi frá Simanum koma fram upplýsingar um gjöld og greiðslufresti. Einnig má sjá efst á reikningi viðskiptareikningsnúmer hjá Símanum.
Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar.
Gjalddagi kröfu er 20. hvers mánaðar.
Eindagi krafna hjá fyrirtækjum er 30. hvers mánaðar.
Eindagi krafna hjá einstaklingum er 2. dagur hvers mánaðar. Eindagi er síðasti greiðsludagur áður en hún ber dráttarvexti.
Dráttarvextir reiknast ef krafa er greidd eftir eindaga og reiknast frá gjalddaga.
Rafrænir reikningar og netreikningur er það sama. Stofnuð er krafa og viðskiptavinir geta nálgast afrit af rafrænum reikningi í heimabanka, þjónustuvef, appi Símans eða í sjálfvirkum tölvupóstsendingum.
Fyrirtækjum býðst jafnframt að nýta þjónustu skeytamiðlara.
Á þjónustuvef einstaklinga og fyrirtækja hjá Símanum er hægt skrá inn netfang og fá reikninga senda í tölvupósti í hverjum mánuði.
Viðskiptavinir skráðir í netreikning greiða færslugjald samkvæmt verðskrá fyrir hvern viðskiptareikning. Færslugjald er vegna kostnaðar við kröfustofnun í banka og greiðslu kröfu.
Hverjar eru greiðsluleiðir rafrænna reikninga ?
Í byrjun hvers mánaðar birtist krafa í heimabanka og ber færslugjald. Hægt er að greiða kröfu í heimabanka en í boði eru fleiri greiðsluleiðir.
Til að skrá reikninga í boðgreiðslu ferð þú í Síminn appið undir Aðgerðir -> Reikningar og skráir þar kortaupplýsingar. Skuldfært er mánaðarlega af kortinu. Ef ekki tekst að skuldfæra kortið þá stofnast krafa í heimabanka með tilheyrandi færslugjaldi samkvæmt verðskrá.
Hægt er að skrá reikninga í beingreiðslur og skuldfæra þá mánaðarlega af bankareikningi í gegnum viðskiptabanka.Viðskiptavinir verða að skrá sig í beingreiðslu hjá sínum viðskiptabanka. Á reikningi kemur fram viðskiptareikningur hjá Símanum og þarf bankinn þær upplýsingar til að setja reikninga í beingreiðslur. Kröfur í beingreiðslu bera færslugjald.
Ef reikningar eru greiddir eftir eindaga leggst kostnaður á kröfu. Viðskiptavinir geta haft samband við Símann og óskað eftir greiðslusamkomulagi. Sjá nánar hér fyrir neðan um kostnað sem fellur til vegna ógreiddra reikninga.
Lögbundin innheimtuviðvörun er send viðskiptavinum vegna ógreiddra krafna 2. dögum eftir eindaga. Samhliða leggst á gjald samkvæmt verðskrá.
Innheimtuferlar Símans eru samsettir af mismunandi aðgerðum þar með talið milliinnheimtu. Kostnaður við milliinnheimtu er breytilegur með hliðsjón af höfuðstól kröfu í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133/2010. Sjá nánar innheimtuferli.
Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu vanskilakrafna en þá bætist samkomulagsgjald við greiðslu fyrstu kröfu.
Gjaldfært er fyrir enduropnun þjónustu sem hefur verið lokað vegna vanskila.
Síminn býður ekki lengur upp á að fá prentaðan reikning sendan með pósti.
Þú getur alltaf sótt reikninginn í heimabanka eða á þjónustuvef Símans og prentað hann út þaðan.