Um Símann
Síminn er fjarskiptafyrirtæki sem á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi. Síminn er sveigjanlegt félag sem hefur frá stofnun lagt áherslu á nýjustu tækni og nýsköpun í þjónustu sinni við heimili, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Fyrirtækið selur bæði vörur og þjónustu til neytenda og eru viðskiptavinir um það bil 110 þúsund talsins. Síminn er í senn rekstrarfélag á sviði fjarskipta og tengdrar starfsemi og eigandi þriggja dótturfélaga: Mílu, Radíómiðunar og Síminn Pay. Farsími, fastlína, internet og sjónvarp eru fjórar helstu vörur Símans á smásölumarkaði.
Tæpur helmingur heimila landsins er með fastlínunettengingu hjá Símanum og um tæp 37% farsímanotenda eru hjá fyrirtækinu. Þá eru um 64% notenda gagnvirks sjónvarps á Íslandi hjá Símanum. Míla á og rekur umfangsmesta fjarskiptanet landsins og Radíómiðun hefur um árabil gegnt lykilhlutverki í innleiðingu nýrra fjarskipta- og hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í samstarfi við Símann. Síminn Pay býður upp á greiðslulausnir og lán undir vörumerkinu Síminn Pay. Þjónustan er í boði fyrir alla óháð fjarskiptafyrirtæki og banka.
Í umhverfi sem einkennist af stöðugri þróun og síbreytilegum þörfum viðskiptavina hefur félagið sett sér það hlutverk að skapa viðskiptavinum sínum tækifæri með því að vera leiðandi í stafrænum lausnum, með framsækni og einfaldleika að leiðarljósi. Stöðug uppfærsla á viðskipta- og framleiðsluferlum ásamt áframhaldandi þróun stafrænna lausna skilar viðskiptavinum skýrum ávinningi samhliða betri nýtingu rekstrarfjármuna. Með stefnu um sjálfbærni vinnur félagið einnig að sameiginlegum ávinningi fyrir starfsfólk, viðskiptavini, umhverfið og aðra hagaðila félagsins.
Félagið er skráð á aðallista NASDAQ OMX Iceland og er eignarhald mjög dreift. Sjálfbærni félagsins
Sjálfbærni félagsins
Síminn er leiðandi fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Við teljum það ábyrgð okkar að starfsemi fyrirtækisins og þjónusta skili sér í sem mestum ávinningi fyrir einstaklinga og fyrirtæki, umhverfið og samfélagið allt.
Það er stefna Símans að huga að sjálfbærni í hvívetna og tryggja að markmið séu mælanleg og að væntingar til árangurs í sjálfbærni séu skýr fyrir starfsfólki Símans, viðskiptavinum, birgjum, hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.
Áherslur Símans í sjálfbærni ganga út á að tengja kjarnann í starfsemi okkar við ábyrgð gagnvart fólki og umhverfi. Síminn leggur áherslu á arðbæran rekstur og að umgangast umhverfið og samfélagið af virðingu. Þessi áhersla felur í sér lagalega, efnahagslega og siðferðislega ábyrgð.
Síminn gerir sér grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem fyrirtæki hafa er kemur að umhverfismálum og loftlagsbreytingum. Síminn hefur skilgreint tvo megin áhættuþætti í umhverfismálum sem tengjast starfsemi félagsins, þ.e. virðiskeðjuáhrif og notkun náttúruauðlinda. Síminn er staðráðinn í að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi félagsins og stefnir að því að koma á fót umhverfisstjórnunarkerfi sem mun tryggja betri yfirsýn yfir losun gróðurhúsalofttegunda.
Í þeirri stafrænu umbreytingu sem Síminn tekur þátt í, er markmiðið að skapa betri og samtengdari samfélög. Þess vegna viljum við stuðla að auknum fjölbreytileika og betri þjálfun vinnuafls. Við viljum tryggja heilsu, vellíðan og lífsgæði jafnt innan sem utan Símans. Að auki leggjum við áherslu á sanngjarna aðfangakeðju. Það er trú Símans að góð forysta og ábyrgir stjórnarhættir, einkum er varðar netöryggi, siðferði og yfirsýn stjórnenda sem og framlagi til hagkerfisins séu lykilinn að sjálfbærum og farsælum rekstri.
Stjórn Símans ber ábyrgð á að samþykkja og viðhalda skuldbindingum Símans samkvæmt sjálfbærnistefnu félagsins. Framkvæmdastjórn Símans ber ábyrgð á innleiðingu stefnunnar í daglegum rekstri og að til staðar sé aðgerðaáætlun sem byggir á stefnu félagsins í sjálfbærni. Framkvæmdastjórn ber einnig ábyrgð á að árangur náist í samræmi við aðgerðaráætlun, ásamt því að skýrsla um árangur í átt til aukinnar sjálfbærni sé gerð árlega.
Umhverfis- og loftslagsmál
Síminn er meðvitaður um þau umhverfisáhrif sem fjarskiptaiðnaðurinn hefur í för með sér enda felur reksturinn í sér nokkra auðlinda- og orkunotkun tengt notkun og förgun á búnaði og tækjum sem notuð eru í starfsemi félagsins sem og hýsingu gagna í gagnaverum. Eðli starfseminnar kallar að auki á umtalsverðan akstur og flutning á búnaði vegna viðhalds og lagningu fjarskiptaneta.
Síminn hefur skilgreint tvo meginþætti í umhverfismálum sem tengjast starfsemi félagsins, þ.e. virðiskeðjuáhrif og notkun náttúruauðlinda og er það sýn Símans að eftirfarandi atriði eigi við starfsemi Símans í heild. Hér á eftir má sjá skilgreindar megináhættur í starfsemi Símans ásamt markmiðum og árangri á árinu 2021.
Megináhættur
- Umhverfis- og loftlagsáhrif í virðiskeðjunni.
- Loftlagsbreytingar.
- Ágangur á náttúruauðlindir.
Markmið
- Minnka losun gróðurhúsalofttegunda miðað við tekjur.
- Greina losun gróðurhúsalofttegunda vegna streymis og hýsingar gagna á vegum félagsins.
- Að lágmarki 80% af helstu birgjum geti tryggt að þau uppfylli kröfur innkaupastefnu.
Árangur
- Markmiðið um minni losun náðist.
- Heildarlosun minnkaði um 17% og losunarkræfni miðað við tekjur lækkaði um 24%.
- Losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu minnkaði um 24%
- Losun vegna eigin bifreiða minnkaði um 23%
- Losun vegna keyptra aðfanga minnkaði um 29%
**Minni losun á árinu 2021 skýrist að hluta til vegna þess að samstæðan inniheldur ekki lengur fyrirtækið Sensa sem var 5% af heildarlosun ársins 2020.
Félagslegir þættir
Áherslur Símans í félagslegum þáttum eru nátengdar áherslum Símans í mannauðs- og jafnréttismálum. Í þeirri stafrænu umbreytingu sem samfélagið er að ganga í gegnum liggja tækifæri fyrir Símann að vera hreyfiafl til góðra verka.
Síminn er með virka mannauðs- og jafnréttisstefnu sem stuðla á að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum starfsfólks óháð kyni, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða lífsstíl. Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu í lok árs 2018, fyrst íslenskra fjarskiptafélaga og var sú vottun endurnýjuð árið 2021. Árið 2019 tók Síminn þátt í Jafnréttisvísi Capacent sem leiddi til ýmissa umbótaverkefna á sviði jafnréttismála og stefnir Síminn á að jafna kynjahlutföll í öllum skipulagseiningum Símans sem og í stjórnendahópi Símans. Árið 2021 gaf Síminn út samskiptasáttmála sem á að vera starfsfólki leiðarljós í samskiptum sín á milli.
Með siðareglum birgja sem gefnar voru út árið 2021 og grænni innkaupastefnu leggur Síminn áherslu á sanngjarna og umhverfisvæna aðfangakeðju.
Símanum er umhugað um að eiga góð tengsl við nærsamfélagið. Liður í því er skýr stefna í styrktarmálum. Á árinu 2021 var styrktarstefna Símans endurskoðuð og samræmd við sjálfbærnistefnu félagsins.
Með þessu vill Síminn stuðla að auknum fjölbreytileika, betri þjálfun vinnuafls, stuðla að virðingu í samskiptum, tryggja vellíðan og aukin lífsgæði bæði jafnt innan sem og utan Símans. Hér á eftir má sjá skilgreindar megináhættur í starfsemi Símans ásamt markmiðum og árangri á árinu 2021.
Megináhættur
- Áhrif af vöru og þjónustu, t.d. ábyrgt vöruframboð og markaðssetning og aðgengileiki.
- Mannauðsmál.
- Heilsa og öryggi starfsfólks og verktaka.
- Mannréttindi.
- Samskipti við nærsamfélagið.
Markmið
- Ná launamun kynja undir hlutfallið 1,1 miðað við miðgildi.
- Að jafna kynjahlutföll starfsfólks og að hlutfall hvors kyns verði að lágmarki 40%. Unnið verði að sambærilegu kynjahlutfalli stjórnenda.
- Að veita starfsfólki að lágmarki 50 klst. í þjálfun og menntun að meðaltali á ári.
Árangur
- Launamunur kynja er 1,16 karlmönnum í hag og stendur í stað á milli ára.
- Markmið um að hlutfall hvors kyns sé að lágmarki 40% náðist á árinu hjá millistjórnendum og góður árangur náðist í að jafna kynjahlutföll í hópi yfirstjórnenda
- Greitt er fyrir skimun veikinda, sálfræðiaðstoð, veittir eru líkamsræktarstyrkir og búningsaðstaða er á vinnustað. Manneldissjónarmið eru einnig höfð að leiðarljósi í mötuneyti Símans.
**Breytingar á kynjahlutföllum stjórnenda skýrist að hluta af brotthvarfi Sensa á árinu.
S1 - Launahlutfall forstjóra
Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtækinu þínu í skýrslugjöf til yfirvalda?
S3 – Starfsmannavelta
**Starfsmannavelta fyrir árin 2020 og 2021 er óvenju há sökum útvistunar á hugbúnaðarþjónustu og flutnings ákveðinna eininga yfir til Mílu.
S5 - Hlutfall tímabundinna starfskrafta
S6 – Aðgerðir gegn mismunun
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti?
S8 - Hnattræn heilsa og öryggi
Fylgir fyrirtækið þitt starfstengdri heilsustefnu og/eða hnattrænni stefnu um heilsu og öryggi
Síminn leggur áherslu á að starfsfólki líði vel í vinnunni og starfsumhverfið sé heilsusamlegt og samskipti góð. Starfsfólk er hvatt til að huga að eigin velferð á vinnustað enda er það sameiginlegt verkefni starfsfólks og stjórnenda að skapa góðan og heilsusamlegan vinnustað.
Hjá Símanum er starfrækt Vinnuverndar- og brunavarnarráð. Það tekur m.a. þátt í gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, vinnur að bættum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðvum fyrirtækisins og fylgjast með því að ráðstafanir á þessu sviði komi að tilætluðum notum.
S9 – Barna- og nauðungarvinna
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu gegn barna- og/eða nauðungarvinnu?
Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda?
S10 - Mannréttindi
Fylgir fyrirtækið þitt mannréttindastefnu?
Ef já, nær mannréttindastefnan einnig til birgja og seljenda?
Stefna Símans í mannréttindum og gegn barna- og nauðungarvinnu er hluti af sjálfbærnistefnu félagsins. Í siðareglum birgja skuldbinda birgjar sig til að fylgja stefnu Símans í mannréttindamálum og gegn barna- og nauðungarvinnu
Þjálfun og menntun starfsfólks
Er fyrirtækið með stefnu um styrki tengda sjálfbærnistefnu?
Stjórnarhættir
Síminn leggur áherslu á góða forystu og stjórnarhætti og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6.útgáfu frá árinu 2021. Stjórnarhættir hjá Símanum markast einnig af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar, siðareglum félagsins auk þess sem félagið hefur innleitt samkeppnisréttaráætlun sem er mikilvægur hluti af stjórnarháttum þess.
Netöryggi er órjúfanlegur þáttur í starfsemi Símans og er vernd gagna og persónuupplýsinga því ávallt í fyrirrúmi. Síminn er með virka upplýsingaöryggisstefnu sem styður við samfelldan rekstur og þjónustu. Með vottuðu upplýsingaöryggiskerfi (ISO 27001) lágmarkar Síminn rekstraráhættu og hámarkar öryggi upplýsinga í eigu eða umsjón félagsins. Með virkri persónuverndarstefnu leggur Síminn jafnframt áherslu að gæta friðhelgi einkalífs, jafnt starfsfólks sem og viðskiptavina.
Hjá Símanum er í gildi gæðastefna. Með henni er lögð áhersla á að félagið vinni að stöðugum umbótum, lágmarki sóun og auki gæði starfseminnar, starfsfólki og samfélaginu til hagsbóta.
Með siðareglum og verklagsreglu um vernd uppljóstrara er einnig stuðlað að ábyrgum stjórnarháttum hjá félaginu. Hér á eftir má sjá skilgreindar megináhættur í starfsemi Símans ásamt markmiðum og árangri á árinu 2021.
Megináhættur
- Öryggi gagna og gæðamál.
- Óhæði stjórnar
- Yfirsýn stjórnar og stýring stjórnenda á mikilvægum sjálfbærniþáttum.
- Birgjar hugi ekki að gagnaöryggi, persónuvernd og öðrum mikilvægum sjálfbærniþáttum.
Markmið
- Að allt starfsfólk Símans staðfesti árlega þekkingu sína á siðareglum félagsins.
- Að öll hýsing viðkvæmra eða verðmætra upplýsinga verði í vottuðu upplýsingaöryggiskerfi.
- Að innleiða birgjamat og ná samtali við 20 stærstu birgjana sem eru með 80% af veltu félagsins.
Árangur
- 80% stjórnarmanna eru óháðir.
- 100% starfsfólks hefur skrifað undir siðareglur
- Siðareglur birgja voru gefnar út á árinu
G1 - Kynjahlutfall í stjórn
G2 - Óhæði stjórnar
Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku?
80%
Hlutfall óháðra stjórnarmanna í prósentum
G3 – Kaupaukar
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni?
G5 - Siðareglur birgja
Ber seljendum þínum eða birgjum að fylgja siðareglum?
0%
Ef já, hve hátt hlutfall birgja þinna hafa formlega vottað að þeir fylgi siðareglum í %?
Á árinu 2021 var unnið að innleiðingu birgjamats og siðareglum birgja og kemur það til framkvæmda á árinu 2022. Áhersla er lögð á 20 stærstu birgjar Símans þ.e. um 80% af veltu. Síminn er ekki með RBA aðild (
Responsible Business Alliance) en meirihluti birgja Símans eru aðilar að RBA og horfir Síminn til RBA aðildar við val á birgjum sínum.
G6 - Siðferði og aðgerðir gegn spillingu
Fylgir fyrirtækið reglum um siðferði og/eða aðgerðum gegn spillingu?
100%
Ef já, hve hátt hlutfall vinnuafls þíns hefur formlega vottað að það fylgi stefnunni, í prósentum?
Fylgir fyrirtækið með stefnu gegn peningaþvætti?
Er fyrirtækið með ferli um vernd uppljóstrara?
Síminn er með skýra verklagsreglu hvernig hægt er að koma upplýsingum á framfæri með nafnleynd.
G7 - Persónuvernd og upplýsingaöryggi
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu um persónuvernd?
Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum?
Persónuverndarstefna Símans var gefin út í júlí 2018. Í henni er lögð áhersla á að gæta friðhelgi einkalífs þeirra einstaklinga sem unnið er með upplýsingar um, þ.á.m. viðskiptavini. Lögð er áhersla á að meðhöndla einungis þær persónuupplýsingar sem eru taldar nauðsynlegar til að viðskiptasambandið verði gagnsætt og heiðarlegt. Þá er það forgangsatriði hjá Símanum að gæta að málefnalegri, áreiðanlegri og öruggri meðferð persónuupplýsinga um viðskiptavini, í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.
G8 – Sjálfbærniskýrsla
Gefur fyrirtækið þitt út sjálfbærniskýrslu?
Eru gögn um sjálfbærni að finna í skýrslugjöf til yfirvalda?
G9 - Starfsvenjur við upplýsingagjöf
Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti?
Leggur fyrirtækið þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDG)?
Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna?
G10 - Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila
Er upplýsingagjöf þín um sjálfbærni árituð eða endurskoðuð af þriðja aðila?
Upplýsingaöryggi
Er fyrirtækið þitt með vottað upplýsinga öryggisstjórnunarkerfi?
100%
Hversu hátt hlutfall gagna falla undir vottað upplýsinga-öryggisstjórnunarkerfi?
Síminn hefur verið með vottað upplýsingaöryggiskerfi (ISO27001) síðan 2016. Vottunin var endurnýjuð 2019 og er áætlað að næsta endurnýjun fari fram árið 2022.
Skuldbindingar og sáttmálar á sviðið sjálfbærni
Síminn valdi sér þrjú heimsmarkmið á árinu sem félagið mun leggja áherslu á í starfsemi sinni. Markmið félagsins er að birta upplýsingar um framgang verkefna tengd þeim á næsta ári.
Hvaða skuldbindingar, eða sáttmála hefur fyrirtækið gengist undir tengt sjálfbærnimálum?
Loftlagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar.