Á þessum miklu óvissutímum er forgangsmál okkar hjá Símanum að tryggja það að Grindvíkingar upplifi fyrsta flokks samband og þjónustu.
Við erum með Grindvíkingum í liði og þau þurfa ekki að hafa áhyggjur af internet eða heimasímaáskriftinni, við fellum þann kostnað niður út árið. Einnig höfum við sett ótakmarkað gagnamagn á farsímaáskriftir út árið til að sýna stuðning í verki.
Mikil vinna hefur átt sér stað síðustu vikur við að bæta öryggi innviða á svæðinu í og við Grindavík og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur að tryggja að fjarskipti viðbragðsaðila á svæðinu og annarra séu hnökralaus ásamt því auðvitað að þín fjarskipti verði fyrsta flokks á meðan rýmingu stendur.
Við höfum verið í samskiptum við okkar viðskiptavini í Grindavík og leggjum áherslu á að hjálpa þeim í hvívetna t.d. við að færa tengingar á milli staða með forgangi og án kostnaðar, lána 5G búnað og veita aðgang að afþreyingu, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.