Gott ár að baki og framtíðin er björt. Árið 2023 var ár Sjónvarps Símans sem bæði sló öll met og frumsýndi mest allra af íslenskum leiknum þáttaröðum. Farsímakerfi Símans var valið best í óháðri rannsókn erlendra aðila og 5G uppbygging gengur vel á sama tíma og síðustu stöðvar gamla rásaskipta talsímakerfisins voru lagðar niður en við tók talsímakerfi sem byggir á nútímatækni.
Aðalfundur Símans fer fram í dag, 13. mars 2024 og árs- og sjálfbærniskýrsla félagins hefur því verið gefin út og er aðgengileg á vef Símans.