Nýir leikmenn, ný lið og ný tækifæri eru handan við hornið! Föstudaginn 16. ágúst byrjar enski boltinn að rúlla á ný með leik Manchester United og Fulham kl. 18:30. Síminn hefur verið dreifingaraðili enska boltans seinustu sex ár, en nú siglum við inn í seinasta tímabilið okkar í bili.
Með breyttum tímum kemur breytt fyrirkomulag, en nú verður leikjum ekki raðað niður á línulegar sjónvarpsrásir. Í staðinn verða þeir færðir í sérstaka möppu á forsíðu Sjónvarps Símans þar sem þú getur fylgst með öllum leikjum deildarinnar á einum stað og skipt á milli þeirra án þess að missa af neinu!
Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband um hvernig nýja útsendingarfyrirkomulagið virkar. Góða skemmtun og megi besta liðið vinna!