Næstu tvær vikur verða framkvæmdir fyrir framan verslun og skrifstofur Símans að Ármúla 25. Framkvæmdirnar hafa áhrif á aðgengi fyrir bæði bíla og gangandi vegfarendur og biðjum við viðskiptavini Símans og aðra sem heimsækja okkur að sýna framkvæmdunum skilning þar sem aðgengið að húsnæði Símans verður eitthvað takmarkað á meðan.
Verslun Símans í Ármúla verður opin og tökum við vel á móti þér en einnig bendum við viðskiptavinum á verslun okkar í Smáralind.