Síminn er í 1. sæti í flokki stórra fyrirtækja á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.
Aðeins 2% fyrirtækja í landinu komast á listann en uppfylla þarf strangar kröfur um rekstur fyrirtækja ásamt því að uppfylla þarf kröfur er snúa að sjálfbærni og nýsköpun.
Þetta er sjöunda árið í röð sem Síminn er á listanum og í fyrsta sinn sem Síminn skipar fyrsta sætið. Árið 2022 var eitt viðburðarríkasta ár í 117 ára sögu Símans og var niðurstaða ársins sú besta í rekstrarsögu félagsins. Frábært starfsfólk Símans á heiðurinn af þessum árangri ásamt því trausti sem viðskiptavinir Símans sýna okkur.
Við erum full auðmýktar og að springa úr stolti.