Þáttaröðin Heima er best sem skrifuð er af Tinnu Hrafnsdóttur, Ottó Geir Borg og Tyrfingi Tyrfingssyni hefur verið tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Við hjá Símanum óskum þeim innilega til hamingju með verðskuldaða tilnefningu og fyrir samstarfið.
Fimm þáttaraðir frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð eru tilnefnd sem veitt verða á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar á næsta ári.
Heima er best sem Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir einnig er saga um átaka innan fjölskyldu í íslenskum samtíma. Þættirnir eru listavel leiknir og öll umgjörð þáttanna til fyrirmyndar.
Með aðalhlutverk fara Hanna María Karlsdóttir, Pálmi Gestsson, Vignir Rafn Valþórsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir.
Þáttaröðin eru alls sex þættir sem allir eru komnir inn í Sjónvarp Símans Premium.