Hvað er IoT?
Hlutanet (IoT) er í sinni einföldustu mynd er kerfi nettengdra tækja sem hafa þann eiginleika að safna saman upplýsingum, skiptast á upplýsingum og senda þær áfram.
Mælar, nemar, rofar og í raun hvaða tæki sem er verður snjallt með hjálp tækninnar og tengist internetinu eða lokuðu neti fyrirtækja. Þannig verður hægt að stýra tækjum og vinna úr öllum þeim gögnum sem tækin safna. Með hjálp hlutanets er hægt að bregðast fljótt við því sem gögnin sýna, finna ný tækifæri og ná fram auknu hagræði í rekstri.
Hlutanet nýtist í öllum geirum. Tækifærin eru mörg í t.d. framleiðslu, flutningum, heimilum, í heilbrigðiskerfinu, í landbúnaði, jarðfræði og svo mætti lengi telja.