iPhone 12
6.1“ OLED skjár með nýrri 12MP myndavél með uppfærðu f/1.6 ljósopi ásamt víðlinsu. Uppfærða myndavélin á að vera enn betri að taka góðar myndir þar sem birta er af skornum skammti, eitthvað sem verður spennandi að prófa þar sem iPhone 11 var fyrir ansi lúnkinn að ná góðum myndum að kvöldi til.
Myndavélin að framan mun sömuleiðis fá Night Mode stuðning og geta tekið fínar sjálfur í lítilli birtu. Myndavélin er sömuleiðis hraðari en nokkru sinni fyrr.
Nýji OLED skjárinn styður HDR10, HLG og Dolby Vision og hentar því afskaplega vel fyrir spilun á myndefni sem styður þetta aukna birtustig eins og t.d. á Netflix og YouTube. HDR10, HLG og Dolby Vision eru staðlar sem gera skjánum kleift að sýna enn hvítari hvítan og svartari svartan, myndefni sem styður þessa staðla lítur talsvert betur og úrval af slíku efni er alltaf að aukast.
Forpöntun á iPhone 12 hefst 23. október og forpöntuð tæki verða afhent 30. október. Athugið er að takmarkað magn verður í boði og því miður verður ekki hægt að ábyrgjast að allir forpantanir skili sér á þeim degi.