Þann 1. mars síðastliðinn bætti Síminn farsímaþjónustu sína í EES löndum Evrópu fyrir viðskiptavini í frelsisþjónustu, eins og þá sem eru með áskrift að Þrennu eða Krakkakort, en nú er hægt að nota alla frelsisinneign í EES löndum.
Mínútur, SMS og gagnamagn nýtist því þar alveg eins og heima á Íslandi. Ef gagnamagnið klárast er hægt að kaupa meira eins og heima á Íslandi. Reglur um sanngjarna notkun gagnamagns í EES eru í gildi en tímabundið má nota allt innifalið gagnamagn bæði á Íslandi og í EES löndum.
Ef ferðast á til landa utan EES þurfa frelsisnotendur áfram að vera skráðir í útlandaþjónustu fyrir frelsi sem er innheimt á reikning. Þú getur skráð frelsisnúmerið hérna á þjónustuvefnum.
Vonum nú bara að styttist í að við getum farið að ferðast meira.