Nú taka verslanir Símans við gömlum tækjum, hvort sem um er að ræða farsíma, tölvur, spjaldtölvur eða önnur snjalltæki. Viðskiptavinir Símans fá inneign í stað þeirra tækja sem skilað er, upphæð inneignar fer eftir hverskonar tæki er skilað og hvert ástandið á tækinu er. Ekki er tekið við öllum tegundum tækja, heldur er tekið við þeim tækjum sem viðurkenndur endurvinnsluaðili sem Síminn skiptir við getur tekið á móti og endurnýtt.
Þannig eru tækin endurnýtt, þau endurseld eða varahlutir teknir úr þeim ásamt verðmætum málmum. Þannig er hægt að endurvinna talsvert úr tækjunum umhverfinu til heilla og framlengja líf fjölmargra íhluta.
Tækin eru send til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja í Evrópu sem vinna skv. reglugerð ESB um meðferð notaðra raftækja. Síminn hefur unnið að uppfærðri sjálfbærnistefnu þar sem styðja skal við hringrásarhagkerfið og umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina efld. Endurvinnum og nýtum notað er hluti af því en margt úr snjalltækjum má endurvinna ásamt því að farga þarf ákveðnum hlutum með sérstökum hætti.