Síminn er í 38. sæti á nýútgefnum lista Keldunnar og Viðskiptablaðsins yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri en aðeins 2,8% allra fyrirtækja á landinu komast á listann. Til að komast á lista þarf að uppfylla ströng skilyrði sem snúast að miklu leyti um fjárhag og rekstur fyrirtækjanna ásamt öðrum þáttum sem metnir eru af Keldunni og Viðskiptablaðinu.
Við erum langefst í flokki fjarskiptafyrirtækja sem við erum afskaplega stolt af enda eitt af hlutverkum okkar að öll starfsemi og þjónusta Símans skili sér í sem mestum ávinningi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, umhverfið, haghafa og samfélagið allt.