Síminn hlaut nýverið Áruna, árangursverðlaun ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks. Verðlaunin eru veitt þeirri markaðsherferð sem talin er hafa skilað framúrskarandi árangri. Síminn fékk viðurkenninguna fyrir IceGuys og fjölbreyttar markaðsaðgerðir tengdar þessum vinsælu sjónvarpsþáttum.
Dómnefnd fór yfir allar tilnefningar og lagði mat á þætti eins og áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun. Einnig þurfti að sýna fram á að markaðsherferðin hefði skilað raunverulegum árangri og rökstyðja allar fullyrðingar.
Við erum afar stolt af markaðsfólki Símans og samstarfsaðilum okkar fyrir þessa verðmætu viðurkenningu og óskum öllum tilnefndum sem og verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.