Síminn hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé BBI ehf, Dengsa ehf og Billboard ehf en fyrirtækin starfa öll á auglýsingamarkaði og munu styrkja enn frekar þjónustuframboð Símans á því sviði ásamt því að styðja vel við þróun Símans á auglýsingakerfi sínu sem býður í dag upp á tímamóta eiginleika í sjónvarpi byggt á rauntímagögnum og gerir auglýsendum kleift að miða auglýsingar sínar að ákveðnum markhópum og svæðum.
Með kaupunum eignast Síminn ekki aðeins fjölda auglýsingaskilta heldur einnig innviða í formi strætóskýla sem saman gætu nýst í frekari uppbyggingu 5G og framtíðar farsímaskerfa þar sem fjarlægð milli senda þarf að vera styttri til að færa viðskiptavinum enn meiri hraða og lægri svartíma.
Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvörum og samþykki Samkeppniseftirlitsins.