Fyrir utan alhliða fjarskiptaþjónustu er sérstök áhersla lögð á örugg samskipti á hafi úti en Síminn hefur mikla reynslu og þekkingu á slíkum sérlausnum í gegnum dótturfélag sitt Radíómiðun sem mörg félög í sjávarútvegi nýta sér.
Þannig munu fjarskiptalausnir Símans nýtast áhöfnum til að hafa samband við sína nánustu í landi en einnig innan áhafna á skipum. Samnýttar eru fjölþættar lausnir eins og víðfemt dreifikerfi Símans sem nær víða vel út á haf frá landi ásamt sérstökum gervihnattalausnum sem Síminn getur boðið upp á. Þannig er öryggi áhafna betur tryggt og þeim gefið tækifæri að nýta fjölbreytta afþreyingu og möguleikinn að heyra í sínum nánustu eins og að vera í landi.