Síminn mun sjá nýju kvennaathvarfi fyrir nettengingu, myndlyklum og Sjónvarpi Símans Premium. Safnað var fyrir byggingu kvennaathvarfsins í þjónustuveri Símans á laugardaginn, þaðan sem söfnunarþáttur Á allra vörum var sendur út í beinni á RÚV. Tæplega 140 milljónir söfnuðust, en auk þess að hýsa átakið tók frábær hópur Símafólks þátt í að manna útsendinguna ásamt fjölda sjálfboðaliða.
Mynd frá RÚV