Þættirnir fjalla um þrjár ungar konur sem leigja saman í miðbæ Reykjavíkur með öllum þeim skrautlegu atvikum sem fólk á þeim stað í lífinu lendir í. Þættirnir hefjast á því að Rúna og Fríða neyðast til að finna sér nýjan meðleigjanda þar sem fyrrum meðleigjandi flutti óvænt út án þess að borga leigu. Eftir þó nokkuð af skrautlega skemmtilegum viðtölum fær Sóley nokkur, herbergið. Sambúðin er þó ekki eilífur dans á rósum þar sem um gríðarlega ólíka en stóra persónuleika er að ræða. Allar þurfa sitt pláss bæði í vinnu og einkalífi.
Það finna allir í fjölskyldunni eitthvað við sitt hæfi í Sjónvarpi Símans Premium. Nýjar íslenskar og erlendar þáttaraðir, fjöldi af kvikmyndum ásamt glás af talsettu barnaefni. Sjónvarp Símans Premium fylgir með Heimilispakka Símans en er einnig hægt að kaupa stakt óháð því hvar þú ert með netið. Svona á sjónvarp að vera!
Panta