Í vetur mun Síminn verða með valda leiki í beinni útsendingu og opinni dagskrá í samstarfi við áskriftarþjónustuna Livey sem á sýningarréttinn fyrir Ísland á La Liga frá Spáni og Serie A frá Ítalíu. Fjörið hefst með leik Real Sociedad og Real Madrid á laugardagskvöld kl. 18:55 en í liði Real Sociedad er einn efnilegasti leikmaður Íslands, framherjinn Orri Steinn Óskarsson. Fyrsta viðureignin í ítalska boltanum er leikur Monza og Inter Milano á sunnudagskvöld kl. 18:40.
Livey er streymisveita á netinu í eigu íslenskra aðila. Þar eru allir leikirnir í spænsku, ítölsku, frönsku og belgísku úrvalsdeildunum í boði fyrir áskrifendur en aðeins valdir leikir verða sýndir í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Áskrifendur Livey munu einnig geta horft á alla leikina í myndlyklum Símans auk útsendinga frá bardagaíþróttum, tennis og mótorsporti. Nú getur knattspyrnuáhugafólk á Íslandi fylgst með bestu liðum og leikmönnum Evrópu í gegnum Sjónvarp Símans og Livey. Þú getur keypt þér áskrift á vefsíðunni www.livey.is
Sjónvarp Símans hefur aukið aðgengi almennings að íþróttum, fyrst með beinum útsendingum frá Olís deildum karla og kvenna í handbolta í fyrravetur, án endurgjalds. Keppni er nýhafin í handboltanum á ný og að sjálfsögðu verða stærstu leikirnir í
Nú bætast við útsendingar frá spænsku og ítölsku deildunum í knattspyrnu auk þess sem Völlurinn, uppgjörsþáttur vikunnar í ensku úrvalsdeildinni verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á mánudagskvöldum. Hinn þjóðþekkti íþróttafréttamaður Hörður Magnússon, hefur tekið við umsjón þáttarins og má búast við skemmtilegum umræðum í enska boltann í allan vetur. Þátturinn er í beinni útsendingu kl. 21:00 á mánudögum.