Það er sannkölluð kvennaknattspyrnu helgi fram undan hjá iðkendum á öllum aldri.
Hið árlega Símamót fer fram í Kópavogi 13. -16. júlí þar sem þúsundir iðkenda koma saman á einum stærsta íþróttaviðburði ársins. Bein útsending verður af völdum völlum mótsins í Sjónvarpi Símans alla helgina.
Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna mæta svo Finnum á Laugardalsvelli á föstudaginn klukkan 18:00. Síminn bíður öllum keppendum mótsins á leikinn en hann er mikilvægur liður í undirbúningi stelpnanna fyrir Þjóðardeildina sem hefst í september en Ísland er þar í sterkum riðli með Danmörku, Þýskalandi og Wales.
Síminn blæs til veisluhalda í kringum þessa helgi og verður beina útsending frá landsleiknum á milli Íslands og Finna í opinni dagskrá. Þaulreynt sjónvarpsfólk sér um útsendinguna en Margrét Lára Viðarsdóttir, Ásgerður (Adda) Stefanía Baldursdóttir og Bjarni Þór Viðarsson hita upp fyrir leik, í hálfleik og gera svo upp leikinn. Margrét Lára mun einnig lýsa leiknum ásamt Gunnari Ormslev.
Nútíma- og framtíðar knattspyrnustjörnur Íslands verða því í Sjónvarpi Símans alla helgina.