Ný rás frá BBC hefur hafið sýningar í sjónvarpsþjónustu Símans en um er að ræða sjónvarpsrásina BBC Nordic sem kemur í stað BBC Earth og BBC Brit. Allt það frábæra efni sem að BBC Earth og BBC Brit sýndu verður sýnt á hinni nýju rás ásamt úrvali af nýju efni.
Breytingin er gerð af hálfu BBC til að þjónusta Norðurlöndin enn betur og koma fleira efni að sem mögulega hefði ekki átt heima á BBC Earth og BBC Brit. Dagskráin á BBC Nordic er ritstýrt af starfsfólki BBC sem velur nýja þætti frá BBC ásamt eldra efni úr hinu mikla safni þeirra.
Þættir eins og QI, Top Gear, The Graham Norton Show Life Below Zero, The Great British Bake Off og fleiri sem margir áhorfendur þekkja og elska munu eiga heima á hinni nýju rás ásamt fjölda nýrra þátta, bæði leiknu efni og heimildaþáttum sem aldrei hefðu verið sýndir á eldri rásunum tveimur.