Stærsta fótboltamót Íslands, Símamótið, fer fram í 39. sinn helgina 13.-16. júlí. Um 3.000 fótboltastelpur leggja leið sína í Kópavoginn til að skemmta sér og öðrum á þessu frábæra móti. Síminn er sem áður gríðarlega stoltur styrktaraðili mótsins og þökkum við Breiðablik fyrir frábært samstarf við undirbúning mótsins.
Símamótið er í opinni dagskrá á Síminn Sport alla helgina!