Apple Watch snjallúr geta nú tengst farsímakerfi Símans en þjónustuna köllum við úræði. Þannig má skilja símann eftir heima og nota úrið í staðinn fyrir símtöl, skilaboð, tónlistina og öll hlaðvörpin. Einfalt er að virkja þjónustuna og byrja að nota úræði strax í dag.
Úræði notar eSIM (embedded SIM) en SIM kortið er þá hluti af Apple Watch og ekki þarf að skipta því sérstaklega út en Síminn var fyrstur íslenskra fjarskiptafélaga að kynna eSIM.
Tryggja þarf að Apple Watch úrið þitt styðji LTE farsímanet svo hægt sé að virkja þjónustuna ásamt því að allar uppfærslur þurfa að vera uppsettar á úrinu.