Stærsta ferðahelgi ársins er fram undan sem þýðir aukið álag á farsímakerfi Símans enda vilja ferðalangar deila upplifun sinni og gleði á samfélagsmiðlum og tengjast hvort öðru á víð og dreif um landið.
Til að mæta fjölgun fólks t.d. í Vestmannaeyjum, á Akureyri og víðar hefur Síminn bætt 5G samband í Eyjum ásamt því að 5G kerfi Símans hefur verið eflt á Akureyri t.d. við Kjarnaskóg.
Síminn hefur einnig gangsett nýja 5G senda á Laugarvatni, Úthlíð og uppfært senda í Grímsnesi sem bæði eykur afköst og upplifun viðskiptavina í fjölmörgum sumarhúsum á svæðinu. Fyrir þau sem ekki verða á faraldsfæti um helgina en vilja upplifa stemmninguna heima í stofu verður bæði hægt að kaupa aðgang að sérstakri Verslunarmanna-Helgi með Helga Björns á laugardeginum og beint streymi frá Brekkusöngnum í Herjólfsdal á sunnudeginum í Sjónvarpi Símans.
Það skiptir okkur máli að viðskiptavinir Símir geti notað farsímann sinn hnökralaust þegar þeim hentar, við munum fylgjast vel með álaginu um helgina og bregðumst við ef þarf.